Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 344

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
08.05.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Geir Höskuldsson 2. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Einnig óskaði forseti eftir því að fundargerð 67.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar yrði tekin inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504051 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2024
Síðari umræða. Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðandi sveitarfélagsins kom inn á fundinn.
Elliði Vignisson bæjarstjóri tók til máls og fór yfir helstu stærðir í ársreikningnum og þær minniháttar breytingar sem urðu á milli umræðna.

Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðandi fór yfir endurskoðunarskýrslu og gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun ársreiknings.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 1.577 milljónir króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 1.267 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 10.029 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 6.004 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 59,47 %.

a)Ársreikningur A-hluta 2024 (í þúsundum króna):
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 1.304.831
Rekstrarafkoma ársins kr. 1.267.251
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.6.689.566, skuldir og skuldbindingar kr. 2.711.190
Eigið fé kr. 3.978.376

b) Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 3,9 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. -7,9 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.100,1 milljónir. Skuldir kr.254,8 milljónir.
Eigið fé kr. -154,6 milljónir

c) Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 81,4 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 71,3 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.440 milljónir. Skuldir kr.185 milljónir.
Eigið fé kr. 255,5 milljónir.

d) Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 257 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. 222 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 2.479 milljónir. Skuldir kr.796 milljónir.
Eigið fé kr.1.682 milljón.

e) Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 24,7 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr.-3 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.470 milljónir. Skuldir kr.421,8 milljónir.
Eigið fé kr. 48,3 milljónir.

f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 35,9 milljónir.
Rekstrarafkoma ársins kr. 31,4 milljónir.
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr. 340 milljónir. Skuldir kr. 146 milljónir.
Eigið fé kr. 194 milljónir.

g) Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr.-4 milljónir
Rekstrarafkoma ársins kr. -4 milljónir
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.1,7 milljónir. Skuldir kr.1,3 milljónir.
Eigið fé kr. 343 þúsund.

h) Ársreikningur Samstæðu Ölfuss (í þúsundum króna)
Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 1.703.430
Rekstrarafkoma ársins kr. 1.576.934
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir kr.10.028.867, skuldir kr. 4.024.150
Eigið fé kr. 6.004.717

Ársreikningurinn lagður fyrir fundinn og hann samþykktur samhljóða.

Sigrún Guðmundsdóttir vék af fundi.
2. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix
Skipan þriggja fulltrúa í starfshóp vegna verkefnis Carbfix hf. í Ölfusi.
Lagt er til að Páll Marvin Jónsson, Sigurður Steinar Ásgeirsson og Böðvar Guðbjörn Jónsson taki sæti í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða.

3. 2504071 - Bær í Ölfusi, tilfærsla byggingarreits DSKbr
Lagt er fram deiliskipulag fyrir landið Bæ í Ölfusi. Breytingin felur í sér að gerð er lagfæring á hnitum lóðar í samræmi við merkjalýsingu sem staðfest var 2024. Breytingin felur einnig í sér að byggingarreitur er stækkaður til suðurs og skilmálar eru uppfærðir í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Geir Höskuldsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Geir Höskuldsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Geir Höskuldsson kom aftur inn á fundinn.
4. 2402064 - Þóroddstaðir 2 - lóð G DSK
Endurkoma eftir uppfærslu
Skipulagið var samþykkt á fundi nefndarinnar í maí 2024 með fyrirvara um samþykki stjórnar vatnsveitu. Nú er lagt fram uppfært deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir borholu innan skipulagssvæðisins.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fyrirvara um að taka þarf út texta í greinargerð þar sem vísað er til aukningar á getu vatnsveitu Ölfuss.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna miðsvæðis M2 við Óseyrarbraut. Í breytingunni felst að hámarks byggingarmagni er breytt í 155.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Hér er að mínu mati skipulagsslys í uppsiglingu sem þó er ekki of seint að vinda ofan af. Mikill þéttleiki og þar af leiðandi þröngt um bílastæði og í annan stað er það galið að kljúfa í sundur hafnarsvæðið með því að fara með miðbæjarskipulagið austur fyrir Óseyrarbraut. Birti hér úrdrátt úr bókun minni á fundi bæjarstjórnar þann 22/1/2022 við mál 7.2111026 en þar segir „Hafnarsvæðið er í mikilli þróun og því ætti ekki að breyta skipulaginu á svæðinu að svo stöddu. Þorlákshöfn er inn- og útflutningshöfn, hafnarvernd/tollsvæði er óaðskiljanlegur hluti hafnarsvæðis og með því að reka fleyg í svæðið, slíta hafnarsvæðið í tvennt, getur það ógnað möguleikum á hafntengdri starfsemi á þessum stað. Kaupendum hússins (innsk. Frostfisk) mátti vera ljóst að það væri inn á skilgreindu hafnarsvæði og hvaða kvaðir fylgi því.“ Það er engu líkara að hönnuðir haldi að Þorlákshöfn sé sambærileg við Reykjavíkur-túristahöfnina en nær væri að miða við Sundahöfn.

Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi mótbókun: Við viljum árétta að miðbæjarskipulag í aðalskipulagi við Hafnarskeið er ekki nýtt af nálinni. Hér er einungis verið að breyta aðalskipulagi við Óseyrarbraut í tengslum við uppbyggingu íbúða í samræmi við samning þar um. Breyting á aðalskipulagi við Hafnarskeið væri í andstöðu við gildandi deiliskipulag á svæðinu og afturköllun þess gæti leitt af sér skaðabótakröfu fyrir sveitarfélagið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og Baldurs Guðmundssonar B-lista. Gunnsteinn Ómarsson B-lista og Berglind Friðriksdóttir H-lista sátu hjá.
6. 2504075 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar fyrir fyrirhugaðan jarðstreng til Þorlákshafnar sem ber nafnið Þorlákshafnarlína 2. Um er að ræða 132 kv jarðstreng sem kemur til með að liggja meðfram Þorlákshafnarvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin óskar eftir því að yfirborðsfrágangur verði með þeim hætti að mögulegt sé að leggja hjólastíg þar ofan á.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2504076 - Hafnarsvæði H3 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr
Lögð er fram lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir hafnarsvæði H3. Breytingin sem um ræðir felur í sér stækkun hafnarsvæðisins og aukningu lóða umhverfis Suðurvararbryggju.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Ég er alfarið á móti því að færa hafnarsvæði til suðurs umfram það sem þegar er orðið, inn á hverfisverndað svæði. Hér eru að koma rækilega upp á yfirborðið skipulagsmistök við framþróun hafnarinnar, að draga hana í suður í stað þess að fara í norðurhöfnina þar sem landrými er mikið. Einnig bendi ég enn og aftur á þau skipulagsmistök að kljúfa hafnarsvæðið í tvennt með því að draga miðbæjarskipulagið og væntanlega íbúðabyggð inn í höfnina. Sjá nánar í bókun undirritaðs í fundargerð bæjarstjórnar nr. 298 þann 22/1/2022. Réttast væri að endurskoða skipulag hafnarinnar með tilliti til aukinna umsvifa sem þó voru fyrirséð. Nægjanlegt svæði er á upplandi hafnarinnar og aðgengi gott um Hafnarskeiðið ef rétt er haldið á spilunum.

Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi mótbókun: Það liggur fyrir að stækkun hafnarinnar til suðurs og lenging Suðurvarargarðs var nauðsynleg til að tryggja sem besta lygnu innan hafnar og stuðla þannig að frekari stækkun hennar til norðurs. Einnig liggur Suðurvararbryggja einstaklega vel til að þjónusta alla þá uppbyggingu sem á sér stað vestur af Þorlákshöfn í tengslum við fiskeldi og tengda starfsemi. Þetta styttir þjónustuleiðir milli hafnarinnar og þeirrar starfsemi sem nú byggist upp við Laxabraut. Tenging milli norður og suðurhafnar er væntanleg alveg við sjávarkantinn sem minnkar umferð um Hafnarskeið. Skipulagsbreytingin hefur verið unnin í góðu samstarfi við minjavernd og tekur tillit til kröfu þeirra til svæðisins. Skipulagsbreytingin er í samræmi við niðurstöður sérstaks starfshóps sem settur var á laggirnar til að nýting á upplandi Suðurvararbryggju H3 nýtist sem best.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og Baldurs Guðmundssonar B-lista. Gunnsteinn Ómarsson B-lista sat hjá og Berglind Friðriksdóttir H-lista greiddi atkvæði á móti.
8. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að borhola væri ekki merkt á uppdrátt, það hefur nú verið lagfært.
Minjastofnun fór fram á að gerð yrði minjaskráning á skipulagssvæðinu og var í kjölfarið útbúin skýrsla fornleifafræðings um svæðið og lögð fram.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2410048 - Laxabraut 25 - 31 DSK
Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið sem bregðast þurfti við. Athugasemdir SLS voru að:
1. Gera þurfi grein fyrir samræmi deiliskipulagsins við ákvæði gildandi aðalskipulags varðandi byggingarmagn.
2. Bent var á að ef deiliskipulagið væri ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þyrfti að endurauglýsa.
3. Gerð var athugasemd við að í deiliskipulagsgreinargerð væri heimilt að skipta upp lóðum án deiliskipulagsbreytingar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
1. Núverandi samþykkt deiliskipulög gera ráð fyrir um 412.681 m2 byggingarmagni af þeim 540.000 m2 sem heimilaðir eru innan svæðis. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir um 42.000 m2 til viðbótar og er því enn innan byggingarmagns.
2. Í gildandi aðalskipulagi fyrir breytingu kemur fram að nýtingarhlutfall lóða skal fara eftir umfangi starfsemi hverju sinni. Ekki er kveðið á um nýtingarhlutfall svæðis í sérskilmálum fyrir I3 og er framlagt deiliskipulag því í samræmi við núgildandi aðalskipulag.
3. Gerð var breyting á texta í greinargerð þar sem fjarlægð voru ákvæði um að heimilt væri að sameina lóðir án deiliskipulagsbreytingar.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2503013F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 91
Fundargerð 91.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.04.2025 til staðfestingar.

1. 2410048 - Laxabraut 25 - 31 DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2503034 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu afstrengja vegna stækkunar varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2503045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borun rannsóknarholu HR-02. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2503047 - Umsókn um stöðuleyfi - Ölfusafréttur (L216117). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2503033 - Krafa um aftköllun auglýsingar deiliskipulags - Skíðaskálinn í Hveradölum. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2504004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 92
Fundargerð 92.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 16.04.2025 til staðfestingar.

1. 2504074 - Stóri Plokkdagurinn 27. apríl 2025. Til kynningar.
2. 2504089 - Árlegt hreinsunarátak í dreifbýli Ölfuss - staðsetning gáma. Til kynningar.
3. 2502039 - Uppgræðslusjóður 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2504014 - Skilti við Suðurstrandaveg, við vegamót Laxabrautar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2504071 - Bær í Ölfusi, tilfærsla byggingarreits DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2402064 - Þóroddstaðir 2 - lóð G DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2504075 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2504076 - Hafnarsvæði H3 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2503045 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Borun rannsóknarholu HR-02. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2503034 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu afstrengja vegna stækkunar varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2504001F - Bæjarráð Ölfuss - 442
Fundargerð 442.fundar bæjarráðs frá 16.04.2024 til staðfestingar.

1. 2504051 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2502034 - Beiðni um viðauka: lagfæring á Skarfaskersbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2504052 - Styrkbeiðni frá landsfundarnefnd félags bókasafns- og upplýsingarfræða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2504005 - Styrktarsjóður EBÍ. Umsókn 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2304043 - Fundartími bæjarráðs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2504008 - Áfangastaðurinn Ölfus. Til kynningar.
7. 2504006 - Nýjar samþykktir EBÍ. Til kynningar.
8. 2504081 - Minnisblað - Þorláksskógar 2023-2024. Til kynningar.
9. 2504072 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2504057 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. (2025). Til kynningar.
11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fram í heild sinni og hún staðfest.
13. 2504007F - Bæjarráð Ölfuss - 443
Fundargerð 443.fundar bæjarráðs frá 02.05.2025 til staðfestingar.

1. 2504013 - Uppfylling við smábátahöfnina. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2504128 - Styrkbeiðni frá Rotaryklúbbi Rangæinga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2504123 - Fjárhagsleg áhrif kjarasamninga - fyrirspurn frá EFS. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2504129 - Uppfærð kostnaðaráætlun Tónlistarskóla Árnesinga vegna nýs kjarasamnings. Til kynningar.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fram í heild sinni og hún staðfestingar.
14. 2504009F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 66
Fundargerð 66.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 29.04.2025 til staðfestingar.

1. 2504011 - Nýr viðlegukanntur við landenda gömlu Suðurvararbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2504107 - Leigusamningur við Torcargo. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2505001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 67
Fundargerð 67.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 07.05.2025 til staðfestingar.

1. 2505007 - Beiðni um viðauka vegna framkvæmda við bráðabirgðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2505008 - Sjómannadagurinn 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2503010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 75
Fundargerð 75.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 23.04.2025 til kynningar.

1. 2504097 - Umsókn um lóð - Laxabraut 25
2. 2504098 - Umsókn um lóð - Laxabraut 27
3. 2504090 - Umsókn um lóð - Laxabraut 31
4. 2504063 - Umsókn um stöðuleyfi - Þorláksvör 4 (L171949)
5. 2503046 - Laxabraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
6. 2503053 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 33 - Flokkur 2
7. 2504099 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 35 - Flokkur 1
8. 2504059 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skálafell - Flokkur 1
9. 2504066 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Víkursandur 4 - Flokkur 2

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
17. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 27.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 23.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 82.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.03.2025 og 83.fundar frá 09.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 977.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.04.2025 og 978.fundar frá 30.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 621.fundar stjórnar SASS frá 04.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 333.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 25.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 244.fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 02.05.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?