Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 30

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.07.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Sigurður Ás Grétarsson sat fundin undir erindum 2 og 3


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Erindisbréf nefndar kynnt fyrir nefndarmönnum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að varaformaður nefndar verði Grétar Erlendsson og ritari Sigmar Árnason sviðstjóri. Fundartími nefndar verður annar fimmtudagur kl:8:15 í hverjum mánuði. Hlutverk nefndarinnar rætt ásamt lagaumhverfi og helstu reglum sem heyra undir nefndina samkv. erindisbréfi.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Verkfundagerðir nr. 11-12 og 13 er lagðar fram. Staða framkvæmda er eftirfarandi.
Verktaki er að vinna að fylla með kjarna og grjótverja lengingu. Verktaki er kominn að stöð 610. Röðun bryggjugarðs er kominn að garði í kóta um 5 til 6m og fótinn á eftir að ganga frá á kafla. Unnið er í námuvinnslu á svæði 1C, 2A og 2B. Að sögn verktaka er áætlað að frá því að vinnsla hófst að búið sé að sprengja um 123 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar. Búið er að keyra út í garð um 112 þús. rúmmetra skv. bílatalningu og komið er á lager um 28 þús. m3 að sögn verktaka. Tölur á lager ekki áreiðalegar. Vel hefur gengið síðustu 2 vikur. Búið er taka úr garði um 3500 m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið. Skjálftamælir hefur sýnt mest 0,4 mm útslag og 10mm/s hraða og 0,5 m/s2. Engar kvartanir hafa komið frá Landeldismönnum.
Verktaki ætlar að koma upp vinnubúðum á dósasvæði.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslum til 9.6. Dagskýrslur komnar til 24.5.
Á næstu tveimur vikum er ætlunin að lenging Suðurvarargarðs verði komin að stöð 640. Gert er ráð fyrir að keyra út í garð um 18 þús. m3 og sprengja sama magn í námu á næstu 2 vikum. Unnið verður við grjótvinnslu á svæði 1C, 2A og 2B. Svæði 1C og 2A klárast og svæði 2B verður langt komið.
Malað magn er um 33 þús m3. Stefnt er að hefja aftur mölun.
Áætlað magn á lager við námu er 30 þús fyrir Landeldi , gróft mat.
Verktaki er á undan áætlun í garði og á áætlun í námu.
Farið fram á að verktaki endurskoði verkáætlun. Ljóst er að verktaki er á undan áætlun.

Afgreiðsla. Á fundin mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
 
Gestir
Sigurður Ás Grétarsson mæti á fund undir þessum lið. - 00:00
3. 2206078 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027
Fyrir nefndina liggur beiðni Vegagerðarinnar um skil á áætlun um fyrir hugaðar Hafnarframkvæmdir næstu 5 ára vegna undirbúnings þeirra fyrir samgönguáætlunar 2023-2027.
Hafnarstjóri ásamt Sigurði Ás Grétarssyni hafa unnið drög af framkvæmdaráætlun sem lögð er fyrir nefndina.

Afgreiðsla. lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar og felur hafnarstjóra og Sigurði Ás að fullvinna drögin og leggja aftur fyrir nefndina til samþykktar.
4. 2206079 - Gatnagerð - Iðnaðar og hafnarsvæðis
Lögð eru fyrir nefndina fyrstu drög gatnahönnunar af 1. áfanga við stækkun iðnaðarsvæðis við Höfnina. Teikningar unnar af Eflu Verkfræðistofu.
Afgreiðsla. Nefndin felur sviðstjóra að láta fullvinna gatnahönnun og undirbúa verkið til útboðs.
5. 2206080 - Frágangur geymsluplans við Hafnarbakka
Sviðstjóri óskar eftir heimild nefndar til að láta vinna hönnun og kostnaðaráætlun um frágang plans.
Afgreiðsla. Nefndin samþykkir að frágangur plans fari í hönnun og óskar eftir kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.
6. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd lágu niðurstöður útboðs í gatnagerð við Vesturbyggð.
2 tilboð bárust í verkið.

Bjóðendur tilboð hlutfall af kostnaðaráætlun

1. Jón og Margeir ehf 429.767.000, 80,8%
2. Stórverk ehf 566.798.350, 106,6%

kostnaðaráætlun. 531.571.393, 100%

Afgreiðsla: Nefndin samþykir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
7. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými
Fyrir framkvæmda- og hafnarnefnd lágu niðurstöður útboðs í viðbyggingu við Egilsbraut 9 Þjónusturými, ný dagdvöl.

1 tilboð barst í verkið.

Bjóðandi, tilboð, hlutfall af kostnaðaráætlun

1. Hrímgrund ehf 170.930.422, --%

Kostnaðaráætlun. 125.518.460.- 100%

Afgreiðsla: Áður en nefndin tekur afstöðu til tilboðs óskar nefndin eftir að:
1. Sviðstjóri yfirfara kostnaðaráætlun og fyrirliggjandi tilboð og hvort ástæða þess, mikla bils á milli kostnaðaráætlunar og tilboðs séu þær hækkanir sem orðið hafa að undanförnu á aðföngum í byggingariðnaði
2. Sviðstjóra fari í viðræður við bjóðanda um að fella niður þá hluta tilboðs sem koma að enduruppbyggingu/viðhalds og hafa ekki áhrif á stækkun húsnæðisins.
8. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2022.
1. Breyting á sundlaugarsvæði/ný rennibraut
2. Nýr leiksskóli
3. Stækkun grunnskóla
4. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2
5. Gatnagerð Vesturbakki
6. Gatnagerð Vetrarbraut
7. Gatnagerð Miðbæjarsvæði
8. Gatnagerð Laxabraut
9. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun
10. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar

Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2022.

1. Breyting á sundlaugarsvæði/ný rennibraut
Verið er að vinna í að kostnaðarmeta heildarframkvæmdarkostnað fyrir nýja rennibraut.

2. Nýr leiksskóli
Gerðar hafa verið þær breytingar miða við þær athugasemdir sem fram komu eftir kynningarfund starfsmanna leiksskóla, fjölgun sérkennslustofa og stækkun á ungbarnadeild. Unnið er við breytingar á hönnun þ.e breytingar á þaki og aðal byggingarefni burðarvirkis úr CLT einingum (kross límdu límtré í staðsteypt hús)

3. Stækkun grunnskóla
Vinna við þarfagreiningu er í gangi þar sem tillit er tekið til óskir/hugmyndir eftir fund með skólastjórnendum. Áætlað er að kynna fyrst drög í lok ágúst byrjun sept.

4. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2
Lokið er við malbikun og steypu kantsteins. Vinna hafin við undirvinnu undir gangstéttar

5. Gatnagerð Vesturbakki
Lokið er að hreinsa ofan af klöpp. Fleygun hefst í næstu viku.

6. Gatnagerð Vetrarbraut
Gatnagerð er lokið hvað fyllingar og lagnir í götur varðar. Rarik er að hefja vinnu við frágang rafmagnkassa og háspennustreng að spennistöð. Allri undirvinnu er lokið í göngustíg ásamt fleygun fyrir ljósastreng, beði er eftir ljósapollum (lagt til af verkkaupa). Verktaki á eftir að ganga frá ljóskúplum á ljósastaura ásamt við gerð á malbiki í Sunnubraut.

7. Gatnagerð Miðbæjarsvæði
Allri vinnu við fleygun, og grófri fyllingu er lokið ásamt fráveitulögnum, vatnslögnum og niðurföllum samkv. Samning. Unnið er við færslu vatns- og fráveitustofna sem liggja undir fyrirhugað fjölbýlishús (aukaverk) stofnlagnir settar í lóðarmörk á milli fjölbýlishúsalóðana tveggja. Vinnu við færslu ætti að klárast í þessari viku. Næstu vikur verður unnið við að gera lagnaskurði fyrir veitustofnanir og í framhaldi lagningu þeirra lagna.

8. Gatnagerð Laxabraut
Búið er að keyra og þjappa neðri fyllingu í vegstæðið að mestu, unnið er við ræsi við Suðurstrandar veg og endanlegt efni í efsta lag vegsstæðis.

9. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. Vestan við Eyja- og Básahraun
Hafin er vinna við nýtt deiliskipulag fyrir áfanga 2 vestan við Hraunshverfið norðanmegin við Selvogsbraut. Miða við verkáætlun hönnuðar ættu frumdrög að liggja fyrir í byrjun október og deiliskipulagið í byrjun nóvember til auglýsingar.

10. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar
Unnið er að gerð endanlegra teikninga og gerð útboðsgagna.
9. 2203047 - Bréf frá Römpum upp Ísland
Máli vísað til nefndar frá bæjarráði.
Afgreiðsla: Sviðsstjóra í samvinnu við umhverfisstjóra falið að gera úttekt í samvinnu við Römpum upp Ísland
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?