Skipulag í kynningu

Eftirtalin skipulagsmál eru til kynningar hjá Sveitarfélaginu Ölfus. Skipulagið er í kynningu til 17. maí 2017.
Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. Ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið sigurdur@olfus.is.

  1. Rammaskipulagið tekur til breytinga á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Breytingin fells í því að unnin verður rammahluti aðalskipulagsins fyrir eitt svæði innan Þorlákshafnar. Um er að ræða svæði sem kallar á ítarlega stefnu um framtíðarnotkun eða þróun svæðisins. Ramminn setur fram ákveðna uppbyggingarmöguleika. Svæðið afmarkast af Ölfusbraut í vestri, vegi að höfninni að norðan og Egilsbraut að sunnan. Svæðið nær yfir íbúðabyggð, óbyggt athafna-, verslunar- og þjónustusvæði. Miðsvæði og opin svæði. Syðst á milli Reykjabrautar og Egilsbrautar er elsti hluti bæjarins, að mestu byggður frá 1950-1969. Við Selvogsbraut standa raðhús frá árunum 1973-2003. Íbúðarhverfið á milli Skálholtsbrautar og Hjallabrautar er byggt á árunum 1963-1972. Innan svæðisins er að auki miðsvæði Þorlákshafnar og stór óbyggt verslunar- og þjónustusvæði sem og athafnasvæði. Viðfangsefni og markmið með rammaskipulaginu er að skilgreinda forsendur fyrir deiliskipulagsvinnu og þessi þrjú megin viðfangsefni; byggð, íbúasvæði og athafnasvæði. Einnig samgöngur, gangandi-, hjólandi- og akandi umferð, opin svæði, græn svæði, gróðurbelti, garðar o.s. frv. Svæðinu er skipt upp í A, B, C og D og sérstaklega fjallað um hvert svæði fyrir sig. 

 Rammaskipulag - lýsing

  1. Til kynningar er lýsing fyrir deiliskipulag á svæði fyrir móttöku á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum við Vesturbakka. Fyrir liggur samþykkt að kynna lýsingu fyrir deiliskipulag fyrir lóðina Vesturbakka 6 og 8 og Unubakka 19 sem móttökusvæðið verður innan. Svæðið verður girt af og innan þess aðeins móttaka ekki uppsöfnun á hlutum til förgunar. 

 Móttökusvæði - lýsing

  1. Grenndarkynning. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á lóðirnar Sambyggð 14 og Sambyggð 14b.  Skipulagið gerðir ráð fyrir að allt að 10 íbúðir geti verið í hvoru húsi og húsin tvær hæðir eins og Sambyggð 16. Kynning fór fram á fjölbýlishúsalóðum við Sambyggð þegar miðbæjarskipulagið var í kynningu. Verið er að úthluta þessum lóðum núna.

 Lóðir fyrir fjölbýlishús - Sambyggð 14 og 14a

  1. Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Búðahverfi. Breytingin nær yfir par- og raðhúsalóðir. Heimilt verði að vera með þrjár íbúðir innan byggingarreits þar sem eru parhús og síðan að bæta við einni íbúð við raðhúsin, þannig að þriggja íbúða raðhús geti verið með fjórar íbúðir og þannig viðbót við fjögurra- og fimmíbúða raðhús. Þetta gert svo hægt sé að bjóða minni íbúðir bæði með og án bílgeymslu.

 Breyting á deiliskipulagi í Búðahverfi

  1. Hafnarsvæðið, lýsing fyrir deiliskipulag. Tvær tillögur, tilaga E og F eru til umræðu um breytingu á hafnarsvæðinu.

Hafnarsvæði - lýsing á deiliskipulagi
Hafnarsvæði - tillaga E
Hafnarsvæði - tillaga F

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?