Skipulag í kynningu

Eftirtalin skipulagsmál eru til kynningar hjá Sveitarfélaginu Ölfus. 
Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. Ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið skipulag@olfus.is. Þeir sem skila ekki inn athugasemdum við skipulög í kynningu teljast samþykkir því.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skyggni Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 269, 27. 6. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 105. fundi 21. júní 2019. sl.

Deiliskipulag fyrir Skyggni í Sveitarfélaginu Ölfusi (landnr. 226002) tekur til byggingar frístundahúss, hesthúss og gestahúsa. Lóðin Skyggnir er 10,7 ha að stærð, stofnuð árið 2017 úr landi Kirkjuferjuhjáleigu (landnr. 171749). Í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Skv. skipulagi er heimilt er að byggja íbúðarhús og frístundahús þó þau tengist ekki búrekstri. Aðkoma að lóðinni er af Kirkjuferjuvegi nr. 3915.

Skipulag tekur til 1,5 ha svæðis. Vatnslögn Bakkarárholtsveitu/Berglindar liggur um land Skyggnis. Skipulagssvæðið flokkast ekki sem svæði undir sérstaka vernd náttúrufyrirbæra. Aðalskráning fornminja er lokið í Sveitarfélaginu Ölfusi. Engar þekktar fornminjar eru innan skipulagssvæðisins.

Á skipulagssvæðinu eru skilgreindir tveir byggingarreitir, B1: allt að 150 m2 frístundahús og tvö gestahús sem hvert um sig getur verið allt að 40 m2 að stærð, B2: allt að 300 m2 hesthús. Mænishæð er allt að 6,0 m.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 11. september til 25. október 2019. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 25. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Skyggnir“

Skipulagsuppdráttur
Greinargerð

Bæjarstjóri Ölfuss

 

Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Selvogsbraut 41 Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 268, 4. 6. 2019 að uppdráttur fari í ferli og kynningu skv. 5.9.1. gr. Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við afgreiðslu Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 104. fundi 27. 5. 2019.

Grenndarkynnt er deiliskipulagsbreyting sem felur í sér breytingu á lóð Selvogsbraut 41 í Þorlákshöfn. Svæðið er hluti af miðbæjarreit M1 skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Í aðalskipulagi segir: M1 - Miðbær, blanda menningar-, þjónustu- og athafnastarfsemi ásamt íbúðum á efri hæðum. Breytingin byggir á deiliskipulagi fyrir Miðbæ Þorlákshafnar frá 27. 3. 2008.

Deiliskipulagsbreyting fyrir Selvogsbraut 41 (landnr. 172163) byggir á að stækka núverandi hús um 150 m2 til austurs sem nýtist veitingahúsi og er uppgangur fyrir íbúðir á annarri hæð. Húsið verður svo hækkað um eina hæð sem hýsa á skrifstofur og 5 íbúðir. Eitt bílastæði verður fyrir hverja íbúð innan lóðar.

Gögn verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 9. september til 7. október 2019, einnig eru öll gögn á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 7. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Selvogsbraut 41

Skipulagsuppdráttur með greinargerð
Skuggavarp

 

Tillaga að deiliskipulagi í Hjarðarbóli Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 270, 27. 8. 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Á Hjarðarbóli og Hjarðarbóli 1 er í aðalskipulagi skilgreindur reitur Í8 þar sem 15 hús mega rísa. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 8 íbúðarhúsum og 1 hesthúsi að Hjarðarbóli 1. Skipulagssvæði eru 4 ha.

Nýtt deiliskipulag innan Hjarðarbóls liggur að gildandi deiliskipulagi. Sjö nýjar lóðir 0,3-0,7 ha að stærð auk 0,8 ha samnotasvæði. Fjöldi er í takt við aðalskipulag. Nýtingarhlutfall lóða er skv. aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 0,05. Húsin verða á einni hæð og mest 6 m á hæð.

Aðkoma að lóðum er frá Hvammsvegi frá þjóðvegi 1 um Hjarðarbólsveg. Gert er ráð fyrir að byggingarreitir séu minnst 50 m frá Hvammsvegi skv. samþykki Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. september til 16. október 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 16. október 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða undirritað á skipulag@olfus.is.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur af skipulagi í Hjarðarbóli

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022

Breyting á reit F11 sem er úr jörðinni Gljúfurárholt.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúnaðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi. Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu.

Svæðið tekur til lóða innan F11 sem eru Gljúfurárholt 23, landnr. 199505, 5,56 ha, Gljúfurárholt land 14, landnúmer 225762, 3,06 ha, Gljúfurárholt land 10, landnr. 199504, 11,26 ha, Gljúfurárholt land 13, landnúmer 225761, 3,08 ha.

Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,05. Á landbúnaðarlandi er heimilt að byggja í samræmi við aðalskipulag íbúðarhús fyrir fasta búsetu auk landbúnaðarbyggingar.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 7. ágúst 2019 til 20. september 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 20. september 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Aðalskipulagsbreyting

Bæjarstjóri Ölfuss.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Gljúfurárholts

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10, 13, 14, 23 og 24, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á Gljúfurárhot 23 og liggur tengivegur þaðan að lóð nr. 24.

Gljúfurárholts land 10, sem er 11,26 ha, er skipt upp í þrjá hluta. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 5.630 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

S1, sem er um 4,7 ha, er er skipulag fyrir þjónustukjarna fyrir fatlaða eða aldraða ásamt geymslu- og áhaldahúsi. Byggingarreitur fyrir þjónustukjarna og heimili með íbúðum eða stökum húsum, samtals 1.500 m2 á einni hæð. Einnig reitur fyrir 700 m2 áhaldahús er tengist rekstrinum. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S2, sem er um 3,3 ha, eru gert ráð fyrir íbúðum starfsmanna, áhaldahúsi og gróðurhúsi tengt rekstrinum. Byggingarreitur fyrir allt að fjögur starfsmannaíbúðir/hús, allt að 600 m2 í heildina sem geta verið á 1-2 hæðum. Einnig gróðurhús allt að 400 m2 og áhaldahús allt að 200 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S3, sem er um 3,3 ha, er ekki með byggingarreitum og verður svæðið tekið síðar fyrir með deiliskipulagi.

Gljúfurárholt land 13 er 3,08 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildar byggingarmagn 1.540 m2, gólfflötur. Innan landsins eru þrír byggingarreitir, Í1 54x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús. Tveir byggingarreitir eru merktir U1, annar 40x85 m og hinn 40x100 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Gljúfurárholt land 14 er 3,06 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildarbyggingarmagn 1.530 m2. Innan landsins eru tveir byggingarreitir, Í2 80x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús og U2, 60x70 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Það sem áður var Gljúfurárholt land 11, áður 5,6 ha, hefur nú verið skipt upp í tvær nýjar lóðir Gljúfurárholt 23, 4,56 ha. landnr: 199505 og Gljúfurárholt 24, 1 ha. landnr: 225878. Um er að ræða deiliskipulag tveggja lóða, fyrir íbúðarhús, frístundarhús, gestahús og fjölnota skemmu. Engin mannvirki eru fyrir innan deiliskipulagsmarka. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 1.400 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Gljúfurárholt 23, sem er um 4,56 ha, er skipulag fyrir eitt íbúðarhús, eitt frístundahús og fjölnota skemmu til atvinnunota. Samtals 900 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 10 m yfir gólfplötu jarðhæðar, miðast við tegund húss. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

Gljúfurárholt 24, sem er um 1 ha, er gert ráð fyrir einu íbúðarhúsi og gestahúsi, allt að 500 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 10 m yfir gólfplötu jarðhæðar, miðast við tegund húss. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 7. ágúst 2019 til 20. september 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 20. september 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Uppdráttur Gljúfurárholt land 10
Uppdráttur Gljúfurárholt land 13 og 14
Uppdráttur Gljúfurárholt 23 og 24

Bæjarstjórn Ölfuss.

 

Tillaga að friðlýsingu háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 68 Brennisteinsfjöll í verndarflokki rammaáætlunar – frestur til athugasemda

Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla á Reykjanesi: 68 Brennisteinsfjöll á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar), sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013.

Kynningartími er þrír mánuðir eða til 30. október 2019.

Nánari upplýsingar á umhverfisstofnun.is. Athugasemdum skal skilað inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með bréfpósti; Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Uppdráttur af friðlýsingu Brennisteinsfjalla.

 

Skipulagslýsing fyrir Reykjabraut 2

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa lýsingu að aðalskipulagi fyrir Reykjabraut 2 innan V1 í Þorlákshöfn, skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Stefnt er að því að breyta flokki notkunar úr verslun og þjónustu í íbúðasvæði. Gerð verður breyting á gildandi aðalskipulagi, Aðalskipulagi Ölfuss 2010- 2022, og samhliða unnið nýtt deiliskipulag fyrir reitinn. Skipulagslýsing þessi er gerð í samræmi við 2. mrg. 30. og 2 mrg. 40 gr. skipulagslaga nr. 123. 22. september 2010. Með gerð og kynningu lýsingar í upphafi verks er almenningi og umsagnaraðilum gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar, sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. Skipulagssvæðið er 2337,6 m² að stærð og afmarkast af Selvogsbraut til norðurs og Reykjabraut til austurs og suðurs. Lóðin liggur því á mörkum verslunar-og þjónustusvæðið og rótgróinnar íbúabyggðar.

Í dag er lóðin skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð V1 samkvæmt gildandi Aðalskipulagi. Þar stendur eitt hús ásamt aðliggjandi bílastæði. Húsið er á tveimur hæðum  og hýsti áður pósthús 124,2 m2 og 78,7 m2. Á efri hæð hússins er skráð íbúðareign 135,1m2.

Aðalskipulagsbreyting

Til þess að mögulegt sé að byggja íbúðir á lóðinni og breyta núverandi húsi í íbúðir þarf að breyta notkunarflokki lóðarinnar. Eins og áður sagði er lóðin nú V1 en óskað er eftir að breyta nýtingarflokk í Í4. Eftir breytingu verður nýtingarflokkur lóðarinnar í samræmi við umlykjandi íbúðarsvæði.

Deiliskipulag

Í þegarbyggðu húsi er óskað eftir því að breyta neðri hæð í þrjár íbúðareiningar og efri hæðum í 4 íbúðareiningar, á bilinu 25-33 m2. Gert er ráð fyrir að tvær tveggjahæða nýbyggingar rísi á lóðinni um 580 m2 að grunnfleti 24x12m.  Viðmiðunarstærðir nýrra íbúða yrðu 55-60m2. Óskað er eftir að byggja tvær tveggjahæða byggingar með átta íbúðum í hvoru húsi. Samtals 16 íbúðir. Íbúafjöldi í hverri íbúð er áætlaður tveir einstaklingar  og mun því íbúafjöldi nýbygginga verða um 38 einstaklingar, nýtingarhlutfall lóðar úr 0,15 í 1,6.

Skipulagslýsing verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 17. júlí 2019 til 14. ágúst 2019. Lýsinguna má einnig lesa á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til miðvikudagsins 14. ágúst 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is merkt “Reykjabraut 2”.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss

Skipulagslýsing Reykjabraut

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir lönd 8 og 9 Gljúfurárholti. Málsmeðferð er skv. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Gljúfurárholt land 8.

Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 8 Í Gljúfurárholti Ölfusi.

Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 4.1 ha að stærð. Á því skal byggja eitt íbúðarhús Í1, 150 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Hesthús og skemmu L1, 1.600 m2 að stærð. Tækjaskemmu L2, allt að 300 m2. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits.

Gljúfurárholt land 9.

Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 9 Í Gljúfurárholti Ölfusi.

Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 17.4 ha að stærð. Á því skal byggja þrjú íbúðarhús Í1, Í2, og Í3, bílskúr og skemmu allt að 500 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits.

Deiliskipulögin tvö eru í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Sérstaklega er tekið tillit til forsendna í töflu 2 í kafla 3.2.1, meðal annars um byggingarmagn og nýtingarhlutfall. Lagning frárennslislagna og rotþróar er á ábyrgð landeiganda. Staðið skal að framkvæmdum eins og lýst er í leiðbeiningariti nr. 03/01 frá Umhverfisstofnun og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Staðsetning rotþróa á uppdrætti er leiðbeinandi. Rafmagns- og vatnslögnum skal komið fyrir með vegi eins og hægt er og í samráði við viðkomandi veitur, sem liggja við Hvammsveg. Svæðið er innan þjónustusvæðis slökkviliðs Hveragerðis.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 3. júlí 2019 til og með 31. júlí 2019 á skrifstofutíma. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur er til og með 31. júlí. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins eða á olfus@olfus.is merkt „Gljúfurárholt 8 og 9“. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Uppdrættir af Landi 8 og 9

Auglýsingin mun birtast í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni Suðurlandi.

 

Deiliskipulag fyrir Kambastaði

Deiliskipulagið tekur til tæplega 6 ha svæðis, Mánastaða 1, Mánastaða 2 og Kambsstaða. Skipulagið tekur til þriggja lóða þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús og eftir atvikum aðrar byggingar. Aðkoma að svæðinu er frá Þorlákshafnarvegi (38) og um Bæjarhverfisveg (3740).

Afmörkun lóða er sýnd á uppdrætti. Kambastaðir eru um 2 ha að stærð, Mánastaðir 1 um 0,5 ha og Mánastaðir 2 rúmir 3 ha. Skilgreindir eru byggingareitir á uppdrætti, B1 og B2 á Kambastöðum, B3 á Mánastöðum 2 og B4 á Mánastöðum 1.

Skipulagið í samræmi við skilmála til uppbyggingar á landbúnaðarlandi sbr. Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 22. júní 2019 til 6. ágúst 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is. 
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur fyrir Kambastaði
Greinargerð fyrir Kambastaði

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land úr jörðinni Litli Saurbær.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt tillögu að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu fyrir land lóðirnar Kambastaðir og Mánastaði 1 og Mánastaði 2 úr landi Litla Saurbæ.  Málsmeðferð er skv. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Kambastaðir er 2 ha land með tveimur byggingarreitum. B1 fyrir skemmu/útihús, allt að 400 m2. B2 fyrir allt að 220 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 80 m2. Heildarmagn 300 m2.
Mánastaðir 2, sem er 3.3 ha. Þar er einn byggingarreitur, B3 fyrir allt að 220 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 80 m2. Heildarmagn 300 m2.
Mánastaðir 1, sem er 51511 m2. Þar er einn byggingarreitur B4 fyrir allt að 200 m2 íbúðarhús ásamt bílgeymslu og einnig gestahús allt að 60 m2. Heildarmagn 260 m2.
Mænishæð íbúðahúsa geta verið allt að 5 m frá gólfkóta jarðhæðar og gestahús allt að 4 m. Mænishæð skemmu/útihúsa getur verið allt að 8 m frá gólfhæð jarðhæðar. Mænisstefna frjáls.
Kambastaðir tengjast Bæjarþorpsveginum nr. 3740. Mánastaðir tengjast veginum sem liggur að Stóra Saurbæ.
Neysluvatn kemur úr einkaveitu fyrir Bæjarþorpið og er brunnsvæðið sýnt í aðalskipulagi.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 22. júní 2019 til og með 3. ágúst 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna. Frestur til þess að skila þeim inn er til 3. ágúst 2019. Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

18. júní 2019,
F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, 
Sigurður Ósmann Jónsson.

Deiliskipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9 og nágrenni

Kynnt er skipulagslýsing fyrir deiliskipulag samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Á fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd, 104, þann 27.05.2019 samþykkti nefndin skipulagslýsingu fyrir Egilsbraut 9 og nágrenni. Afgreiðslan var staðfest í bæjarstjórn, 4.6.2019.

Lýsing þessi er hluti vinnu við gerð deiliskipulags á reit sem afmarkast af Skálholtsbraut, Egilsbraut og Mánabraut. Deiliskipulagsreiturinn er í útjaðri bæjarins norðan við Þorlákskirkju. Austast á svæðinu er íbúðasvæði eldri borgara við Sunnubraut og Mánabraut. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið flokkað sem íbúðarsvæði og lóð dvalarheimilisins flokkast undir stofnanasvæði.

Helstu markmið deiliskipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Í Aðalskipulagi er byggðinni lýst sem lágreistri byggð með rað- og parhúsum og mun nýja byggðin falla undir þá lýsingu. Húsin eiga að vera í anda þess sem er nú þegar á svæðinu bæði í stærð og yfirbragði. Stuðlað verði að stækkun núverandi íbúðabyggðar með góðum tengslum við miðlæga þjónustu-og útivistarsvæði. Að nýta land betur þannig að ný byggð myndi samfellu við núverandi byggð.

Lagt er upp með að bæra 10 nýjum rað/parhúsaeiningum á svæðið og stækka dvalarheimilið með nýjum íbúðum.

Ofangreind lýsing liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16 virka daga. Lýsingin er til kynningar frá 5. júní 2019 til 3. júlí 2019.

Deiliskipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9

 

Auglýsing á deiliskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022

Breyting á reit F11 sem er úr jörðinni Gljúfurárholt.
Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúnaðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi.
Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu.
Svæðið tekur til lóða innan F11 sem eru Gljúfurárholt 23, landnr. 199505, 5,56 ha, Gljúfurárholt land 14, landnúmer 225762, 3,06 ha, Gljúfurárholt land 10, landnr. 199504, 11,26 ha, Gljúfurárholt land 13, landnúmer 225761, 3,08 ha. Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,05.

Á landbúnaðarlandi er heimilt að byggja í samræmi við aðalskipulag íbúðarhús fyrir fasta búsetu auk landbúnaðarbyggingar.
Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. maí 2019 til 14. júní 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 14. júní 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Greinargerð aðalskipulagsbreytingar

Tillaga að deiliskipulagstillögu fyrir lóðir úr landi Gljúfurárholts.

1. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu.

Gljúfurárholts land 10, sem er 11,26 ha, er skipt upp í þrjá hluta. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 5630 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

S1, sem er um 4,7 ha, er er skipulag fyrir þjónustukjarna fyrir fatlaða eða aldraða ásamt geymslu- og áhaldahúsi. Byggingarreitur fyrir þjónustukjarna og heimili með íbúðum eða stökum húsum, samtals 1500 m2 á einni hæð. Einnig reitur fyrir 700 m2 áhaldahús er tengist rekstrinum. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

S2, sem er um 3,3 ha, eru gert ráð fyrir íbúðum starfsmanna, áhaldahúsi og gróðurhúsi tengt rekstrinum. Byggingarreitur fyrir allt að fjögur starfsmannaíbúðir/hús, allt að 600 m2 í heildina sem geta verið á 1-2 hæðum. Einnig gróðurhús allt að 400 m2 og áhaldahús allt að 200 m2 á einni hæð. Mesta hæð húsa má vera allt að 8 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Húsform frjálst en mænissefna samkvæmt deiliskipulagi.

 S3, sem er um 3,3 ha, er ekki með byggingarreitum og verður svæðið tekið síðar fyrir með deiliskipulagi.

2. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 13 og 14 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu.

Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar. Ein tenging er frá Hvammsvegi (374) inn á land 10 og liggur tengivegur að lóðum nr. 13 og 14 frá þeirri tengingu um land nr. 10. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Gljúfurárholt land 13 er 3,08 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildar byggingarmagn 1540 m2, gólfflötur. Innan landsins eru þrír byggingarreitir, Í1 54x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús. Tveir byggingarreitir eru merktir U1, annar 40x85m og hinn 40x100 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Gljúfurárholt land 14 er 3,06 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildarbyggingarmagn 1530 m2. Innan landsins eru tveir byggingarreitir, Í2 80x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús og U2, 60x70 m. Þar innan verði heimilt að byggja hús til landbúnaðarnota eða aðra þá starfsemi sem heimil er samkvæmt skilmálum aðalskipulags. Mesta hæð húsa er 7 m yfir gólfplötu jarðhæðar. Þakform er frjálst en mænisstefna skal vera í samræmi við það sem sýnt er í deiliskipulagi. Byggingarreitir skulu vera minnst í 50 m fjarlægð frá Gljúfurá og minnst í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Með umsóknum um byggingarleyfi skal hönnun fráveitu fylgja þeim gögnum.

Deiliskipulagstillögur verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 3. maí 2019 til 14. júní 2019. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 14. júní 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Ölfuss.

Uppdráttur og greinargerð, Gljúfurárholt 10
Uppdráttur og greinargerð, Gljúfurárholt 13 og 14

 

Aðal og deiliskipulag fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gildandi aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 30. ágúst 2012 og staðfest af Skipulagsstofnun 21. september 2012.

Megin markmiðið með breytingu á aðalskipulagi er að setja skilmála utan um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Einnig er áhersla lögð á að færa alla starfsemi sem getur haft í för með sér lyktarmengun, fjær þéttbýlinu.

Breytingin tekur til hafnarsvæðisins austan Þorlákshafnarvegar og Óseyrarbrautar og suður undir Stekkjarbót, Sporið. Breytingin gerð vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu sem hafa breyst með aukningu á vöruflutningum á sjó og þá tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar. Aðlaga þarf höfnina og starfsemina svo hún verði skilvirk og örugg sem stærri vöruskipahöfn með meiri umferð um höfnina og samhliða vaxandi eftirspurn eftir lóðum. Norðan Hafnarvegar eru fyrirhugaðar nýjar lóðir sem skapa möguleika fyrir fyrirtæki að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi. Vegna framtíðarstækkunar hafnarinnar, nyrst á svæðinu, þarf að huga að umferðarflæði um höfnina og inn á Þorlákshafnarveg og önnur framtíðarsvæði vestan vegarins. Til að gera umferðina greiðfærari er gert ráð fyrir að í framtíðinni komi mislæg gatnamót á Þorlákshafnarvegi þar sem þjónustustig vegarins í framtíðinni er metið að falla undir sömu kröfur og gert er við 2+1 og 2+2. Með mislægum gatnamótum er verið að aðskilja umferð á vegi sem þverar þjóðveg sem liggur utan byggðar og er með umferð stórra þungra bíla sem eru á hægum akstri. Gert er ráð fyrir að vegurinn sem fer um gatnamótin inn á hafnarsvæðið verði megin aðkoma að hafnarsvæðinu í framtíðinni þegar höfnin er komin í fulla stærð. Til að byrja með er gert ráð fyrir að aðalaðkoman verði frá núverandi hringtorg á Þorlákshafnarvegi um Hafnarveg og Óseyrarbraut og skilgreind sem stofnvegur.

Við breytinguna voru skoðuð áhrif á umhverfisþættina og metið í samræmi við stefnu ríkisins og sveitarfélaga í tilteknum málaflokkum, lög og reglugerðum. Deiliskipulagstillagan er byggð á gildandi deiliskipulagi fyrir hluta af svæðinu sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 28. nóvember 2008 og því er um heildarendurskoðun á deiliskipulaginu að ræða skv. skipulagsreglugerð 90/2013, gr. 5.8.1. Við staðfestingu þessarar tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins fellur eldra deiliskipulag úr gildi.

Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir Ölfus, 2010-2022 fyrir breytingu á hafnarsvæðinu. Frá því deiliskipulagið tók gildi hefur þróun hafnarsvæðisins verið töluverð og telur bæjarstjórn æskilegt sé að fella gildandi deiliskipulag úr gildi og leggja fram nýtt skipulag með viðbótarsvæði á norðurhlutanum.

Helstu breytingar á deiliskipulaginu eru að deiliskipulagið er stækkað til norðurs og þar skilgreindar 31 nýjar lóðir og umferðarflæði á því svæði. Hafnarvegur og Óseyrarbraut verða stofnbrautir niður að Herjólfsbryggju. Breytingar gerðar á hafnarmannvirkjum, fyllingum og viðleguköntum. Gert ráð fyrir möguleika á ferðaþjónustustarfsemi í bland við hafnarstarfsemi. Lóðunum Hafnarskeið 3, 5, 7 og 9 og lóðunum Óseyrarbraut 2, 4, 6, 8, 10 og 12 er bætt við deiliskipulagssvæðið. Smábótahöfnin minnkuð frá gildandi skipulagi og gert ráð fyrir að stærri skip geti lagst að Austurgarði. Svartaskersbryggja stytt. Fylling að Herjólfsbryggju minnkuð. Landfylling sunnan Skarfaskersbryggju minnkuð, viðlegukantur út frá Norðurvör tekinn út. Suðurgarður breikkaður.

Megin markmiðið með breytingu á deiliskipulaginu er að skilgreina notkun innan deiliskipulagsins og að setja skilmála utan um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Einnig er áhersla lögð á að færa alla starfsemi sem getur haft í för með sér lyktarmengun, fjær þéttbýlinu.

Breytingin gerð vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu sem hafa breyst með aukningu á vöruflutningum á sjó og þá tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar. Skipulagssvæðið er um 132 ha að stærð. Eldri hluti hafnarinnar er að mestu fullbyggður og eru ekki mikil tækifæri til þéttingar eða aukinna byggingarheimilda nema á nokkrum lóðum.

Breytingartillagan, greinargerð og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1 frá og með 23. apríl 2019 til og með 4. júní 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7c í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér  með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 4. júní 209. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss.

 

Aðalskipulagsbreyting fyrir Grástein Ölfusi.

Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með niðurstöðu sína á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 samkvæmt skv. 2 mg. 36 gr. skipulagslaga, með að fjölga íbúðum í allt að 16 á 10 íbúðarlóðum á landi Grásteins í Ölfusi í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Reiturinn er skilgreindur sem I13 í staðfestu aðalskipulagi. Breytingin hefur ekki verulega breytingu á landnotkun á svæðinu. Fyrir er komin kjarni með íbúahúsalóðum og verið að fjölga lóðum vegna eftirspurnar á íbúðahúsalóðum í dreifbýli Ölfuss og til að nýta betur innviðauppbyggingu á svæðinu svo sem vegi og heitt vatn til húshitunnar.

Tillaga að deiliskipulagsbreyting fyrir land Grásteins í Ölfusi.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er auglýst hér með tillaga að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á lýsingu vegna deiliskipulags, þar sem fyrir liggur samþykkt deiliskipulag frá 2007, m.s.br. þar sem fram koma allar megináherslur nýs deiliskipulags. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur athafnalóðum, þremur landbúnaðarlóðum og 10 íbúðalóðum sem standa munu við Bláengi og Grásteinn II. Á íbúðar- og landbúnaðarlóðum er heimilt að byggja allt að 500 m² á hverri lóð, íbúð og bílskúr en á lóðum við Bláengi 1, 3, 6, 7, 8 og 9 er heimilt er að byggja parhús. Á athafnalóðum er heimilt að byggja allt að 1200 m2 á hverri lóð. Skipulagsuppdrátturinn tekur til 16 lóða sem áður hafa verið stofnaðar úr landi Grásteins, L175543, Vorsabæjar, L171317 og Valla, L171814 í Ölfusi. Aðkoma er af Vallavegi nr. 3937. Innan svæðisins eru þrjár iðnaðarlóðir við Skjólklett 1, 2 og 3. Einnig Grásteinn I, Grásteinn III og Grástein IV sem eru byggingar skipulagðar á landbúnaðarlandi samkvæmt ákvæðum í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að byggingar tengist hitaveitu sem er á svæðinu og að veitur og vegir verði á ábyrgð landeiganda. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra deiliskipulag frá 2007 m.s.br. úr gildi.

Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Grástein
Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Grástein
Greinargerð deiliskipulags fyrr Grástein

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 15. apríl 2019 til og með 27. maí 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 27. maí 2019.Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir land T-Bæjar í Selvogi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkt deiliskipulag og umhverfisskýrslu fyrir land T-Bæjar í Selvogi.  Málsmeðferð er skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagssvæðið markast af 12120 m2 lóð úr landi jarðarinnar Torfabær og liggur við veg að Strandarkirkju. Lóðin er skráð viðskipta- og þjónustulóð í Þjóðskrá. Lóðin er innan hverfisverndar fyrir Selvoginn og skal öll uppbygging taka mið af því að innan hverfisverndarinnar er mikið af minjum um byggð á fyrri tímum. Halda skal byggingarframkvæmdum í lágmarki og þess gætt að þær leiði til eins lítillar röskunar og kostur er. Á lóðinni er veitingahús um 100 m2, gisti- og aðstöðuhús fyrir ferðamenn, lítið salernishús og tjaldsvæði. Forsendur fyrir deiliskipulaginu er að áframhald verði á veitinga- og gistiaðstöðu (tjöld og hjólhýsi) á svæðinu. Skilmálar fyrir lóðina er að heimilt er að byggja þjónustu/aðstöðuhús fyrir núverandi starfsemi og stækka núverandi hús um allt að 150 m2, í allt að 250 m2, innan byggingarreits fyrir þjónustuhúsið. Einnig heimilt að byggja allt að 60 m2 geymslu innan byggingarreit fyrir geymsluhús. Hús skulu vera á einni hæð og mesta hæð á húsi má vera 6 m frá núverandi landhæð. Mænisstefna eins og á núverandi húsi eða þvert á hana. Vegagerðin hefur samþykkt aðkomu að lóðinni frá vegi að Strandarkirkju og skal uppbygging á bílastæði vera í samræmi við það. Bílastæðin innan lóðar T-Bæjar og bílastæðið fyrir rútur aðskilið frá veginum með inn og út keyrslu. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,05.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 15. apríl 2019 til og með 27. maí 2019, á skrifstofutíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 27. maí 2019.Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Torfabæ

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss, Sigurður Ósmann Jónsson

Á meðfylgjandi uppdrætti kemur nánar fram í hverju breytingarnar eru fólgnar.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?