Skipulag í kynningu

Eftirtalin skipulagsmál eru til kynningar hjá Sveitarfélaginu Ölfus. 
Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin. Ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið sigmar@olfus.is. Þeir sem skila ekki inn athugasemdum við skipulög í kynningu teljast samþykkir því.

Auglýsing á deiliskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Deiliskipulagstillaga fyrir Borgargerði í Ölfusi.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 31. janúar 2019 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir land Borgargerðis í Ölfusi. Landið liggur austan við Hvammsveg nr. 374, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Tillaga hefur áður verið kynnt.

Land Borgargerðis er um 5.4 ha.

Borgargerði, einn byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílgeymsla, 7240 m2, L186452.

Borgargerði 1, tveir byggingarreitir fyrir hesthús og íbúðahús, 9650 m2, L208949.

Borgargerði 2, ekkert mannvirki komið. Byggingareitir fyrir íbúðahús og útihús, 13810 m2, L208950.

Borgargerði 3, þrír byggingarreitir fyrir áhaldahús og gestahús, íbúðahús og útihús, 23667 m2, L208951.

Nýtingarhlutfall er í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi eða 0,05 innan lóða og mesta mænishæð frá gólfplötu er 8 m.
Upphaflega er landið tekið úr jörðinni Akurgerði.

Deiliskipulagstillaga Borgargerði

 

Deiliskipulagstillaga fyrir námu í landi Hvamms í Ölfusi.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 31. janúar 2019 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir námur í landi Hvamms í Ölfusi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir efnistöku í landi Hvamms liggur fyrir frá 15. október 2012. Gert er ráð fyrir tveimur efnistökusvæðum beggja vegna við Hvammsveg nr. 374 á uppgræddum melum og áætlað að vinna 600.000 m3 á 30 árum.
Svæðið neðan vegar er um 2 ha og þar gert ráð fyrir að taka um 100.000 m3.
Á svæðinu ofan vegar er ráðgert að taka um 500.000 m3.

Teikningar af námusvæðinu, álit Skipulagsstofnunar og matsgögnin eru sýnd á vefnum www.olfus.is á auglýsingartímanum sem deiliskipulagstillagna er í kynningu.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, frá og með 8. febrúar 2019 til og með 22. mars 2019, á skrifstofutíma.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við deiliskipulagtillöguna.  Frestur til þess að skila þeim inn er til 22. mars 2019
Skila skal athugasemdum inn á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

F. h. Sveitarfélagsins Ölfuss,
Sigurður Ósmann Jónsson

Mat á umhverfisáhrifum í landi Hvamms.
Deiliskipulagstillaga fyrir Hvamm.
Greinargerð deiliskipulagstillögu.
Fornleifakönnun vegna tveggja náma í landi Hvamms.

Breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022.  

Skipulags- og matslýsing - aðskipulagsbreytingar

Þórustaðir II, stofnfuglabú. Umhverfisskýrsla fyrir breytingar á deiliskipulagi í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Deiliskipulagið sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.

Þórustaðir II deiliskipulag
Þórustaðir II umhverfisskýrsla
Þórustaðir II umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022. Vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.

Bæjarstjórn Ölfuss auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting í greinargerð og á sveitarfélagsuppdrætti. Bætt er inn nýju vatnsbóli og grannsvæði stækkað og bætt inn fjarsvæði. Um staðsetningu á nýja vatnsbólinu var unnið með ÍSOR að staðarvali og afmörkun á grannsvæðinu.

Breytingartillagan, greinargerð, umhverfisskýrsla og skýrsla frá ÍSOR verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 11. janúar 2019 til 22. febrúar 2019. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með föstudeginum 22. febrúar 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á olfus@olfus.is.

Aðalskipulagsbreytingartillaga á vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks.
Aðalskipulagsbreytingartillaga á vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Lambhagahnjúks - greinagerð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?