Húsnæðissamvinnufélagið Elliði

MánabrautHúsnæðissamvinnufélagið Elliði

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði var stofnað árið 2004 í kringum byggingu og rekstur íbúðarhúsa fyrir 60 ára og eldri í Þorlákshöfn. Byggðar voru 8 parhúsaíbúðir árið 2004 en fljótlega varð ljóst að mikil eftirspurn væri eftir íbúðum sem þessum og árið 2007 voru 16 íbúðir byggðar til viðbótar.  Íbúðirnar standa við Sunnu- og Mánabraut og eru í næsta nágrenni við Níuna þar sem dagdvöl sveitarfélagsins og íbúðir aldraðra eru til staðar. 

Þjónustusamningur er í gildi við sveitarfélagið um utanumhald og rekstur félagsins. Í samningnum felst meðal annars að sveitarfélagið sér um daglegan rekstur, s.s. viðhald á eignum og bókhaldsþjónustu.  Sveitarfélagið Ölfus á einn fulltrúa í stjórn félagsins.

Til að eiga rétt á að kaupa búseturétt í íbúðum félagsins þarf að vera skráður félagsmaður.

Í stjórn Elliða sitja Guðmundur Oddgeirsson, Jóhanna M Ingimundardóttir og Grétar Ingi Erlendsson sem er formaður stjórnar.

Ef fólk vill skrá sig í félagið vinsamlegast hafið samband við:  sandradis@olfus.is

Samþykktir Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?