323.fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss

Bæjarstjórn Ölfuss - 323

 

FUNDARBOÐ

 

  1. 323. fundur bæjarstjórnar

verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 30. nóvember 2023 og hefst kl. 16:30.

 

 

 

Dagskrá :

Almenn mál

1.

2311034 - Vindmyllur- minnisblað Ölfus Cluster

 

Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað frá Ölfus Cluster um ferð sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Ölfuss fóru í lok september. Ferðin var skipulögð af Ölfus Cluster í samstarfi við starfsmenn WPD í þeim tilgangi að dýpka skilning og þekkingu á málefnum vindmylla. Lögð var áhersla á að heyra frá sem fjölbreyttustum hópi hagaðila á svæðinu auk þess að kynnast betur þeim áskorunum sem vindorkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir.

Kolbrún Hrafnkelsdóttir frá Ölfus Cluster kemur inn á fundinn og fer yfir minnisblaðið.



 

   

2.

2311046 - Lántökur 2023 Lánasjóður sveitarfélaga

 

Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarsjóðs.

 

   

3.

2311046 - Lántökur 2023 Lánasjóður sveitarfélaga

 

Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna íbúða aldraðra - dagdvalar.

 

   

4.

2311002 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2024

 

Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2024, gjaldskrá Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2024 og gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2024 til fyrri umræðu. Allar gjaldskrár hækka um 7,7% á milli ára sem er í samræmi við verðlagsþróun sl. 12 mánuði.

 

   

5.

2311050 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024

 

Fyrir bæjarstjórn liggur gjaldskrá Vatnsveitu fyrir árið 2024. Breytingar eru einungis á stofngjaldi (4.gr.), gjaldskráin breytist ekki að öðru leyti.

 

   

6.

2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027.

 

Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2024 til 2027.

 

   

7.

2105036 - Fundartími bæjarstjórnar

 

Lagt er til að desemberfundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 14.desember 2023 í stað 28.desember 2023.

 

   

8.

2311033 - Nýjar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands

 

Fyrri umræða um nýjar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands.

 

   

9.

2311047 - Ályktanir ársþings SASS 2023

 

Ofurkraftar Sunnlensks samfélags, ályktanir ársþings SASS 2023 til kynningar.

 

   

10.

2311048 - Samgönguáætlun SASS 2023-2033

 

Samgönguáætlun SASS 2023-2033 sem samþykkt var á ársþingi samtakanna í október 2023 til kynningar.

 

   

11.

2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir

 

Skipulagsstofnun hefur gefið heimild fyrir að aðalskipulagsbreyting vegna jarðastrengja til fiskeldisstöðva vestan Þorlákshafnar verði auglýst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í viðhengi eru skjöl þar sem brugðist hefur verið við athugasemdunum og sjá má breytingarnar í "track changes".

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Nefndin áréttar fyrri áherslu sína um að leitast verði við að halda göngu og hjólastíg opnum á framkvæmdatíma og forðast rask á stígnum. Skemmdir verði lagfærðar strax.

 

   

12.

2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn

 

Verkfræðistofan Mannvit leggur fram skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir mölunarverksmiðju og höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar.
Gert er ráð fyrir að auka byggingarmagn í reit I3 í samræmi við uppbyggingu svæðisins og heimila mölunarverksmiðju innan þess.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að þegar verkefnið hefur verið mótað og frekari forsendur liggja fyrir stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að haldin verði íbúakosning um forsendur þeirra skipulagsbreytinga (aðal- og deiliskipulag) sem nauðsynlegar eru til að verkefnið fái framgang, breytingarnar skuli ekki fá fullnaðarafgreiðslu fyrr en að kosningunni aflokinni. Þá ítrekar nefndin að allur kostnaður vegna skipulagsvinnu liggur hjá væntum lóðarhafa og mikilvægt að hann geri sér sér fulla grein fyrir því að komi til þess að forsendur skipulagsins verði felldar í atkvæðagreiðslu meðal íbúa þá verður hvorki sá kostnaður né annar sem af verkefnu hlýst, bættur af sveitarfélaginu.

 

   

13.

2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502

 

Breytingartillaga á deiliskipulagi Gljúfurárholts lands 8 hefur verið auglýst. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við lokayfirferð. Landeigandi telur að þær byggist á misskilningi og hefur tekið saman greinargerð þar um sem er í fylgiskjali.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

14.

2206060 - DSK Mói svæði II

 

Deiliskipulag Móa hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi. Vegagerðin gerði athugasemd vegna vegtengingar og var tillögunni breytt til að koma til móts við hana. Barst tölvupóstur frá Vegagerðinni með staðfestingu á að svo væri.
Ennfremur kom ábending frá Umhverfisstofnun á skipulagsgátt um hraun á svæðinu og ábendingu varðandi skólpmál sveitarfélagsins. Reyndar er umsögnin merkt öðru skipulagsmáli á nærliggjandi svæði en gert er ráð fyrir að um "copy paste" mistök séu að ræða. Svo skemmtilega vill til að tillagan er einmitt útfærð þannig að hún taki tillit til þeirra hraunmyndanna sem þarna eru og einnig vill svo skemmtilega til að sveitarfélagið er með hreinsistöð fyrir skólp í útboði um þessar mundir. Hægt er að sjá umsagnir og athugasemdir á Skipulagsgáttinni á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/665

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

15.

2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði

 

Lögð er fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi rannsóknarsvæðis OR i Meitlum þar sem komið hefur verið á móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
Málinu var frestað á 60. fundi nefndarinnar.
Megin breytingin er í kafla 3.3 um orku- og auðlindastefnuna sem búið er að endurskrifa.
Í greinargerð er tekið skýrt fram að ef niðurstöður rannsóknarborana leiða í ljós mögulega nýtingu á svæðinu til framtíðar, verður óskað eftir heimild sveitarfélagsins um að gerð verði breyting á deiliskipulagi með það að markmiði að breyta svæðinu í vinnslusvæði vegna jarðhita.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br

 

   

16.

2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna

 

Borist hefur endurskoðuð skipulags og matslýsing vegna orkuvinnslusvæðis OR i Meitlum og Hverahlíð II þar sem komið hefur verið á móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu þess. Öll stefnan er sett inn en í lýsinguna og eins hefur orðalagi víða verið breytt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

 

   

17.

2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir

 

Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem íbúðarsvæðið í landi Mýrarsels er stækkað þannig að fimm frístundalóðir sem fyrir eru við svæðið verði íbúðarlóðir. Bætast þær við sjö íbúðarlóðir sem fyrir eru þannig að þar verða 12 íbúðarlóðir. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á 38. fundi sínum í september 2022.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

18.

2311004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 45

 

Fundargerð 45.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.11.2023 til staðfestingar.

 

   

19.

2310012F - Bæjarráð Ölfuss - 407

 

Fundargerð 407.fundar bæjarráðs frá 02.11.2023 til staðfestingar.

 

   

20.

2311002F - Bæjarráð Ölfuss - 408

 

Fundargerð 408.fundar bæjarráðs frá 16.11.2023 til staðfestingar.

 

   

21.

2311005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 15

 

Fundargerð 15.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 15.11.2023 til staðfestingar.

 

   

22.

2311001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 62

 

Fundargerð 62.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.11.2023.

 

   

23.

2311008F - Bæjarráð Ölfuss - 409

 

Fundargerð 409.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 27.11.2023 til staðfestingar.

 

   

24.

2311009F - Stjórn vatnsveitu - 16

 

Fundargerð 16.fundar stjórnar vatnsveitu Ölfuss frá 28.11.2023 til staðfestingar.

 

   

25.

2311011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 56

 

Fundargerð 56.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 28.11.2023 til kynningar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

26.

1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Fundargerð 31.fundar Héraðsnefndar Árnesingafrá 10.10.2023 til kynningar.

 

   

27.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.11.2023 og fundargerð aðalfundar frá 27.10.2023 til kynningar.

 

   

28.

1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.

 

Fundargerð 603.fundar stjórnar SASS frá 10.11.2023 til kynningar.

 

   

29.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 937.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023 til kynningar.

 

   

30.

2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundargerð 67.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22.11.2023 til kynningar.

 

   

 

28.11.2023

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?