329.fundur bæjarstjórnar Ölfuss fimmtudaginn 4.apríl 2024

Bæjarstjórn Ölfuss - 329

 

FUNDARBOÐ

 

  1. 329. fundur bæjarstjórnar

verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 4. apríl 2024 og hefst kl. 16:30.

 

 

 

Dagskrá :

Almenn mál

1.

2404001 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023

 

Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2023, fyrri umræða.

 

   

2.

2105036 - Fundartími bæjarstjórnar

 

Þar sem næsta reglulega fund bæjarstjórnar ber upp á sumardaginn fyrsta er lagt til að fundurinn verði færður um viku og verði fimmtudaginn 2.maí nk.

 

   

3.

2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði

 

Landeigandi leggur fram deiliskipulagstillögu þar sem skilgreind hafa verið tvö íbúðarsvæði, svæði með frístundalóðum, svæði fyrir verslun og þjónustu og iðnaðarsvæði. Málið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi skipulagsnefndar og var þar kallað eftir því að staðsettar væru samþjónustulóðir við íbúðahverfi. Þeim hefur nú verið bætt inn á uppdrátt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

2306022 - DSK breyting 3 lóðir deiliskipulag Hjarðarból lóð 1 - Í8

 

Endurkoma máls eftir athugasemdaferli. Deiliskipulagið hefur áður verið samþykkt í bæjarstjórn. Vegagerðin gerði athugasemd við að jarðvegsmön væri teiknuð innan veghelgunarsvæðis. Uppdráttur var uppfærður þannig að jarðvegsmanir væru utan veghelgunarsvæðis.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

5.

2402083 - Reykjabraut 2 - DSK

 

Deiliskipulag þetta nær yfir lóðina Reykjabraut 2 í Þorlákshöfn. Um er að ræða fyrrum pósthúslóð þar sem stendur gamalt 2 hæða hús með atvinnurými á götuhæð og íbúð á efri hæð. Póstþjónusta er löngu horfin úr húsinu og er sótt um annarsvegar að nýta hæðina sem íbúð og hins vegar þétta byggðina. Svæðið er mjög miðsvæðis og er nálægt helstu þjónustu. Málinu var frestað á síðasta fundi og kallað eftir nánari skoðun á hvort skipulagið væri í samræmi við aðalskipulag.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

6.

2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði

 

Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 30. nóvember 2023 en er nú lagt fram aftur eftir athugasemdaferli. Gerðar voru athugasemdir af Vegagerð og Umhverfisstofnun sem OR hefur brugðist við.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

7.

2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir

 

Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Skipulagið var samþykkt af bæjastjórn þann 30. nóvember 2023. Í umsagnarferli komu athugasemdir frá UMS varðandi röskun hrauns og að rökstyðja þyrfti sérstaklega hvaða brýnu hagsmunir lægju að baki því að samþykkja skipulagið.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið liggur um svæði þar sem finna á hraun sem nýtur verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Gæta þarf í hvívetna að hrófla ekki við hrauni nema brýn nauðsyn krefjist þess til að ná fram markmiðum skipulagsins. Í þessu tilviki er um að ræða raforkustreng sem nauðsynlegt er að leggja til að veita orku til atvinnustarfsemi vestan Þorlákshafnar. Uppbygging atvinnustarfsemi er ein af grunnforsendum hagvaxtar og þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Því liggja brýnir almannahagsmunir fyrir því að skipulagið fái fram að ganga.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

8.

2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi

 

Endurkoma eftir athugasemdaferli.
UMS gerði athugasemdir vegna hrauns á deiliskipulagssvæði. HSL gerði athugasemd við að mörk vatnsverndarsvæðis væru ekki skýr. Skipulagshöfundur hefur brugðist við athugasemdum og leggur fram lagfært deiliskipulag.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

9.

2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864

 

Endurkoma eftir athugasemdaferli.
Umsagnarferli er lokið og gerðu umsagnaraðilar engar athugasemdir á umsagnartíma. Skipulagið er því í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

10.

2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag

 

Aðalskipulag - Endurkoma máls eftir athugasemdaferli.
Gerðar voru lítillegar breytingar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdum frá umsagnaraðilum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

11.

2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag

 

Deiliskipulag - Endurkoma eftir athugasemdaferli.
HSL gerði athugasemdir við orðalag í greinargerð og hefur greinargerðin verið uppfærð til að bregðast við því.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

12.

2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798

 

Endurkoma máls eftir yfirferð SLS.
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að skipulagið væri birt í B-deild stjórnartíðinda. Skipulagið hefur nú verið lagfært í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

13.

2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24

 

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt upp. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

14.

2403029 - Vesturbyggð áfangi 3 og 4 óveruleg breyting DSK

 

Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar áfanga 3 og 4. Breytingin felur í sér kostnaðarhagræðingu vegna gatnagerðar auk þess sem rými skapast til að bæta við 3 raðhúsum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

15.

2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar

 

Endurkoma eftir seinni lokayfirferð hjá SLS.
Á fundi nefndarinnar þann 21. febrúar voru samþykktar lagfæringar á skipulaginu eftir að SLS gerði athugasemdir við það. Málið fór aftur í lokaathugun hjá SLS en stofnunin telur þær lagfæringar sem gerðar voru ekki fullnægjandi og gerir aftur athugasemdir við að skipulagið sé birt í B-deild stjórnartíðinda.
Afgreiðsla:

 

   

16.

2403066 - Háagljúfur óveruleg br. DSK - stækkun lóða og byggingareita

 

Lagt fram með fyrirvara um samþykki skipulags og umhverfisnefndar á fundi 3. apríl.
Lögð er fram óveruleg breyting á skipulaginu Háagljúfur í Ölfusi. Breytingin felur í sér stækkun lóða svo þær nái út að aðliggjandi lóðamörkum. Byggingarreitir stækka einnig samhliða og heimilt verður að byggja á tveimur hæðum í stað einnar á einum byggingarreitnum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Gljúfurárholt 25 (L227646), Gljúfurárholt (L199501), Friðarminni(L189212), Gljúfurárholt Land-6 (L199500).

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

17.

2403007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 69

 

Fundargerð 69.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

 

   

18.

2403008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 50

 

Fundargerð 50.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

 

   

19.

2403002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 19

 

Fundargerð 19.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 20.03.2024 til staðfestingar.

 

   

20.

2403010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 60

 

Fundargerð 60.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 20.03.2024 til kynningar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

21.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 946.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024 til kynningar.

 

   

 

02.04.2024

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?