Bergrisinn er einn af landvættunum fjórum, sá sem verndaði Suðurland og kom upp úr sjónum í fjörunni í Þorlákshöfn.
Nú er Bergrisinn líka surf- og strandarhátíð sem haldin verður laugardaginn 3. júlí og er hluti af dagskrá í tilefni 70 ára afmælis Þorlákshafnar.
Frítt er á alla viðburði fyrir utan matarvagna og aðgangseyri í sund.
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Í Versölum
kl. 10:00 Erna Héðinsdóttir með fræðslu um sjósund.
Í Skötubót
kl. 10:00 Sandkastalagerð.
kl. 11:00 Fjöru-Jóga í boði Jógahornsins.
kl. 12:00 Sjósund undir leiðsögn Ernu Héðinsdóttur.
kl. 15:00 Fjöruhlaup, 2 vegalengdir, 3 og 8 km. Nánari upplýsingar og skráning hér:
https://forms.gle/LMaSxp8bQCHPMtRk9
Í og við íþróttahús
kl. 13:00 Kynning á sjóbrettum og surfi.
kl. 14:00 Jóhannes og Lára bjóða áhugasömum að prófa sjóbretti í Sundlaug Þorlákshafnar.
kl. 16:00 Strandblak. Skráning og nánari upplýsingar á þessari slóð: https://forms.gle/nRFTKbLxLbdrXPgn9
kl. 16:00 Frisbee golf.
kl. 16:00 DJ-ar úr heimabyggð sjá um stemninguna.
Við vitann.
kl. 15:00 Vitinn opnaður.
kl. 16:00 Listasmiðja fyrir fjölskyldur, hittumst í vitanum.
kl. 16:00 Prjónað við vitann, komið með útilegustóla.
kl. 17:30 Matarvagnar RVK Street Food við útsýnispall.
kl. 19:30 Kveikt í varðeld.
kl. 20:30 Hljómsveitin Sunnan 6 ásamt gestasöngkonunum Emilíu Hugrúnu og Evu Þórey
kl. 22:00 Dagskrá lýkur.
Í húsnæði Mannbjargar.
kl. 12-17:00 Slysavarnafélagið Sigurbjörg verður með kaffi og vöfflur til sölu.