Fundarboð bæjarstjórnar, 277. fundur bæjarstjórnar 26. mars 2020 kl. 16:30

 

 

Bæjarstjórn Ölfuss - 277

 

FUNDARBOÐ

 

277. fundur bæjarstjórnar

verður haldinn Í fjarfundi, 26. mars 2020 og hefst kl. 16:30.

Dagskrá :

Almenn mál

1.

2003028 - Bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga-fjarfundir

 

Til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins hefur Alþingi samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020

     

2.

2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19.

 

Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin er lúta að gjaldskrármálum.

     

3.

2002018 - Reglur um stöðuleyfi

 

Nýjar reglur vegna stöðuleyfa lagðar fram til samþykktar.

     

4.

2002002 - 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25

 

Skipulagslýsing fyrir 5000 tonna fiskeldi við Laxabraut 21-25, Skipulags- og matslýsing lögð fram.
Áformað er að reisa fiskeldi á lóðunum Laxabraut 21, 23 og 25. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað.

     

5.

1810043 - Aðalskipulagsbreyting fyrir I24

 

Lögð er fram breyting á iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar þar sem stefnt er á uppbyggingu á þauleldi svína. Gert er ráð fyrir að breyta um 25 ha iðnaðarsvæði í landbúnaðarland.

     

6.

1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2

 

Lögð er fram breyting á lóð fyrir Reykjabraut 2 þar sem verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðasvæði. Við það stækkar Í1 og heimilað fjölbýli á Reykjabraut 2 fyrir allt að 18 íbúðir.

     

7.

1907012 - DSK Unu- og Vesturbakki

 

Lagt fram deiliskipulag fyrir Unu- og Vesturbakka, - athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar eftir kynningu.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Óseyrarbraut er stofnbraut niður að hafnarsvæði Þorlákshafnar. Skipulagssvæðið er að hluta byggt og er starfsemin á svæðinu af ýmsum toga eins og verkstæði, vinnsla fiskafurða o.fl. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss 2010-2030 er athafnasvæði, iðnaðarsvæði og að litlum hluta verslunarsvæði. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

     

8.

2003006 - DSK Nesbraut 23-27 Sameining lóða

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga vegna áforma Ísþórs ehf. um að stækka eldisstöð sína að Nesbraut 23-27 úr 600 í 1800 tonna ársframleiðslu á lóðunum 23,25 og 27. Matsáætlun hefur verið kynnt og liggur fyrir álit skipulagsstofnunar þar um. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og er til þess fallið að renna styrkari stoðum undir atvinnu og byggð á svæðinu.

     

9.

1911030 - DSK Gata í Selvogi

 

Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir Götu Litlu og Stóru í Ölfusi eftir auglýsingu. Tillagan tekur til tjaldsvæðis og tengdra þjónustusvæða. Rekstur svæðisins verður í formi veitinga og gistiþjónustu innan skilgreindra byggingarreita. Minni háttar ábendingar bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni sem tekið er tillit til í greinargerð skipulagsins.

     

10.

2001025 - DSK Sögusteinn

 

Deiliskipulagsbreyting Grímslækjarheiði / Sögusteinn. Tillagan kemur nú til samþykktar eftir grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. Kynning var frá 7. feb. til 13. mars.
Gerð var athugasemd sem að hluta til byggist á misskilningi. Tillagan er minniháttar breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem eingöngu er tekið á hnitsetningu lóða, fjarlægðar bygginga frá þjóðvegi og lagfæringar á byggingarreitum bygginga sem hafa risið þannig að þeir passi. Svæðið er áfram frístundasvæði.

     

11.

1912011 - Klettagljúfur 7 - Stækkun á byggingarreit

 

Klettagljúfur 7, stækkun á byggingarreit svo byggja megi 10 hesta hesthús á lóðinni. Deiliskipulagið hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki bárust neinar athugasemdir.

     

12.

1910048 - DSK Akurholt

 

Borist hefur deiliskipulagstillaga til kynningar fyrir Akurholt í Ölfusi, L211957. Dags. 13.02.2020

     

13.

1909050 - Metanframleiðsla á Hellisheiði - Power to Gas

 

Tillaga að umsögn til Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun fyrir framleiðslu á vetni og metani við Hellisheiðarvirkjun.

     

Fundargerðir til staðfestingar

14.

2003005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 11

 

11.fundur í afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa frá 17.03.2020.

     

15.

2002008F - Bæjarráð Ölfuss - 323

 

Fundargerð bæjarráðs frá 05.03.2020.

     

16.

2003002F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 5

 

Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 12.03.2020.

     

17.

2003003F - Bæjarráð Ölfuss - 324

 

Fundur bæjarráðs Ölfuss frá 19.03.2020.

     

18.

1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.

 

Fundargerð fjallskilanefndar frá 24.02.2020.

     

18.

2003004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 5

 

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.03.2020.

     

Fundargerðir til kynningar

20.

1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.

 

Fundargerð 13.fundar stjórnar Bergrisans frá 17.02.2020.

     

20.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 879.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2020.

     

22.

1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu

 

Fundargerð 4.fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 2.febrúar 2020

     

22.

1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.

     

23.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18.02.2020

     

 

 

 

 

 

 

 

24.03.2020

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?