Fundarboð bæjarstjórnar 296 fundur verður 25. nóvember 2021 kl. 16:30

Bæjarstjórn Ölfuss - 296

 

FUNDARBOÐ

 

    • 296. fundur bæjarstjórnar
      verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, 25. nóvember 2021 og hefst kl. 16:30.

Dagskrá :

Almenn mál

1.

2111036 - Álagning vatnsgjalds

 

Á fundi stjórnar vatnsveitu Ölfuss þann 16.11.2021 var farið yfir tillögur að hækkun á gjaldskrá.

Afgreiðsla nefndar: Í ljósi þeirra miklu fjárfestinga sem og viðhalds sem eru framundan leggur stjórn vatnsveitu það til að álagningarprósenta vatnskatts verði 0,12%. Ennfremur áréttar stjórn vatnsveitu mikilvægi þess að endurnýja vatnsmæla og koma fyrir mælum þar sem við á.

     

2.

2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð

 

Tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda lögð fram til fyrri umræðu.

     

3.

2110050 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2022

 

Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2022 og gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2022. Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrárnar hækki um 4,5%.

     

4.

2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025

 

Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2022 til 2025.

     

5.

1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði

 

Boð frá eigendum Hafnarskeiðs 6 í Þorlákshöfn um framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga.

     

6.

2111043 - Fyrirspurn vegna fasteignarinnar að Hafnarskeiði 6 í Þorlákshöfn

 

Erindi frá nýjum eigendum fasteignarinnar að Hafnarskeiði 6.

     

7.

2111018 - DSK breyting á deiliskipulagi Unu og Vesturbakki

 

Efla leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu ,,Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagssvæðið er stækkað lítillega og hefur tveimur lóðum verið bætt við Hraunbakka 3 og 5.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

     

8.

2111026 - Kynning aðalskipulags í samræmi við 2. málsgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir meðhöndlun í Bæjarstjórn

 

Nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags leggur til að tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir 2022-2036 verði samþykkt í kynningu í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga. Tillagan verði kynnt fram að desemberfundi bæjarstjórnar og lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna á þeim fundi til almennrar auglýsingar í samræmi við skipulagslög. Að þessu sinni er einn rafrænn uppdráttur með öllum upplýsingum skipulagsins sem nálgast má á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4 
Samhliða vinnslu tillögunar hefur verið unnið að lögboðnu verkefni um skráningu á akfærum slóðum í náttúru Íslands. Slóðarnir eru flokkaðir i greiðfæra, seinfæra og torfæra og eru þeir færðir inn á loftmynd sem sjá má á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=ccaaf5075f8c4896a1165f91a541283b 

Niðurstaða nefndar: Samþykkt að aðalskipulagstillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 fram að desemberfundi bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum eftir desemberfund sinn.

Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O-lista lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Nefndin hefur ekki fengið formlega kynningu á skipulagstillögunni og því tel ég ekki tímabært að samþykkja hana til auglýsingar."

     

9.

2111037 - Hnjúkamói 2 og 4 - auglýsing og úthlutun lóða með sérstökum kvöðum

 

Þann 29. september sl. auglýsti Sveitarfélagið Ölfus lausar til umsóknar tvær lóðir fyrir fjölbýlishús við Hnjúkamóa í Þorlákshöfn. Lóðirnar eru á áberandi stað við aðkomu inn í bæjarfélagið meðfram Ölfusbraut og var því tekin ákvörðun um að sérstaklega skyldi vandað til við hönnun og útlit þeirra húsa sem standa munu á lóðunum. Lóðirnar voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 29. september og báðu 5 aðilar um frekari gögn. Til að fylgja slíkum kröfum eftir var tekin ákvörðun um að ekkert úthlutunargjald yrði greitt fyrir lóðirnar heldur einungis gatnagerðargjald. Því áskildi sveitarfélagið sér rétt til velja á milli umsókna út frá hönnun, gæðum og tengdum áformum. Ekki var þörf á að fullnaðar hönnunargögn fylgdu lóðaumsóknum heldur eingöngu að fyrirætlan um t.d. hönnun, stærðir íbúða, útlit húsa og frágangur lóða lægifyrir. Umsóknarfrestur var til 13. október. Tvær umsóknir bárust og lágu þær fyrir nefndinni til umfjöllunar.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stefnt verði að því að ganga til samninga við óstofnað félag í eigu Trípoli arkitekta, verktakafyrirtækisins Fjallborgar og jarðvegsverktakans ABL-TAK. Umsókn þeirra þótti bera af við mat á faglegri nálgun verkefnisins, umfang og frágang.

     

10.

2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli

 

Haukur Benediktsson skipulagshöfundur leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal. Tilgangurinn er að unnt verði að stofna lóð í þjóðlendunni umhverfis skálann og skrá hann í fasteignaskrá.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

     

30.

2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

 

Lokadrög að samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi til yfirferðar og samþykktar.

     

Fundargerðir til staðfestingar

11.

2111008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32

 

Fundargerð 32.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 15.11.2021 til staðfestingar.

     

12.

2110004F - Bæjarráð Ölfuss - 359

 

Fundargerð 359.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 21.10.2021 til staðfestingar.

     

13.

2110011F - Bæjarráð Ölfuss - 360

 

Fundargerð 360.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 04.11.2021 til staðfestingar.

     

14.

2111002F - Bæjarráð Ölfuss - 361

 

Fundargerð 361.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 09.11.2021 til staðfestingar.

     

15.

2111007F - Bæjarráð Ölfuss - 362

 

Fundargerð 362.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 12.11.2021 til staðfestingar.

     

16.

2111009F - Bæjarráð Ölfuss - 363

 

Fundargerð 363.fundar bæjarráðs frá 18.11.2021 til staðfestingar.

     

17.

2110009F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 21

 

Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 22.10.2021 til staðfestingar.

     

18.

2111004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 22

 

Fundargerð framkvæmda- og hafnarnefndar frá 11.11.2021 til staðfestingar.

     

19.

2110008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 48

 

Fundargerð 48.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 21.10.2021 til staðfestingar.

     

20.

2110010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 26

 

Fundargerð 26.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.11.2021 til staðfestingar.

     

21.

2111001F - Ungmennaráð - 1

 

Fundargerð 1.fundar ungmennaráðs frá 27.10.2021 til kynningar.

     

22.

2111003F - Stjórn vatnsveitu - 3

 

Fundargerð 3.fundar stjórnar vatnsveitu frá 16.11.2021 til staðfestingar.

     

Fundargerðir til kynningar

23.

1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu

 

Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 13.10.2021 til kynningar. Einnig eru til kynningar fjárhagsáætlun Almannavarna Árnessýslu fyrir árið 2022, samningur Almannavarnarnefndar Árnessýslu og lögreglustjórans á Suðurlandi og yfirlit yfir helstu verkefni Almannavarna hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi.

     

24.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerðir 901.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.09.2021 og 902.fundar frá 29.10.2021 til kynningar.

     

25.

1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.

 

Fundargerð 573.fundar stjórnar SASS frá 08.10.2021, 574.fundar frá 27.10.2021 og 575.fundar frá 05.11.2021 til kynningar.

     

26.

1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.

 

Ársskýrsla Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2020-2021 til kynningar.

     

27.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerðir 306.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 27.10.21 og aðalfundar sem haldinn var 29.10.2021 til kynningar.

     

28.

1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.

 

Fundargerð aðalfundar NOS frá 2.11.2021 til kynningar.

     

29.

1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Fundargerð frá haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 25.10.2021 til kynningar.

     

 

 

23.11.2021

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?