Hamingjan við hafið - bæjarhátíð í Þorlákshöfn/Ölfusi

Bæjarhátíðin, Hamingjan við Hafið, verður haldin dagana 5. -  10. ágúst í Þorlákshöfn/Sveitarfélaginu Ölfusi.
Boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu og hinir ýmsu viðburðir munu setja svip sinn á hátíðina.
  • Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött þann 5. ágúst í Skrúðgarðinum
  • Harmonikkuball er á 9 unni á fimmtudeginum
  • Hinir árlegu garðatónleikar hjá Róberti Dan og Guðlaugu.
  • Kvöldskemmtun á föstudagskvöld og ball
  • Vegleg barnadagskrá á laugardeginum.
  • Markaður
  • Stórtónleikar á laugardagskvöldinu og ball ársins að því loknu
  • Matarvagnar ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum viðburðum
Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar.
 
Hlökkum til að sjá ykkur
 
Hamingjan er svo sannarlega hér.

 

Verkefnastjóri hátíðarinnar í ár er Sigurgeir Skafti, sigurgeirskafti@gmail.com og veitir hann upplýsingar og svarar öllum fyrirspurnum. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?