Hrekkjavökutónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Tónleikarnir eru lokahnykkur hinnar svokölluðu Þollóween-hátíðar sem haldin er ár hvert í Þorlákshöfn í tilefni Hrekkjavökunnar og verða sunnudaginn 2. nóvember kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn.
 
Skelfilega skemmtileg, dularfull og spennandi tónlist, og allt þekkt stef, úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt að leika við ímyndunaraflið og galdra fram gæsahúð. Tónleikarnir henta allri fjölskyldunni nema þeim allra yngstu og áhorfendur hvattir til þess að mæta í sínu allra hræðilegasta dressi - það munu lúðrameðlimir gera.
 
Miðasala á tix.is
Almennt miðaverð: 3.900 kr.
12 ára og yngri: 2.900 kr.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?