Samráðsfundur vegna framkvæmda við Þorlákshafnarveg

Þann 15. október klukkan 18:00 munu Vegagerðin, Landsnet og Sveitarfélagið Ölfus halda samráðsfund vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Þorlákshafnarveg.

Fundurinn er haldinn í ráðhúsi Ölfus, á neðri hæð (fundarherbergið Verið).

 

Þar stendur til að ráðast í endurbætur á veginum sjálfum og samhliða verður unnið að fleiri verkefnum:

  • Vegagerðin hyggst endurbæta Þorlákshafnarveg á umræddu svæði. Þar með talið fækka vegtengingum frá veginum og bæta við tengivegum meðfram honum.
  • Landsnet mun leggja 132 kV jarðstreng meðfram veginum.
  • Sveitarfélagið Ölfus gerir ráð fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram veginum, sem eykur öryggi og bætir samgöngumöguleika.

Í kjölfar aðalskipulagsbreytingar sem nú er í vinnslu verður unnið deiliskipulag þar sem sýnt verður hvernig vegur, strengleið, reiðvegur og göngu-/hjólaleið liggja.

Rannsóknir fram undan

Á næstu vikum og mánuðum fara fram:

  • Fornleifarannsóknir meðfram veginum, um 50 metra frá miðlínu hans í hvora átt. Íbúar mega því eiga von á að sjá fornleifafræðinga að störfum á svæðinu.
  • Jarðvegsrannsóknir, þar sem sérhæfður tækjabúnaður verður notaður við veginn.

Sveitarfélagið vill upplýsa íbúa um þessar fyrirætlanir og undirbúningsvinnu, og hvetur alla og hvetur alla sem hagsmuni hafa af til að mæta á fundinn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?