Sjómannadagurinn 2025 - Hátíð Þorlákshafnar

Það verður fjölbreytt dagskrá í kringum höfnina í Þorlákshöfn sjómannadagshelgina 31. maí - 1. júní. 

Fjölskyldudagskrá verður á útisviði á Herjólfsbryggju á laugardeginum þar sem m.a. Una Torfa, Lalli töframaður, Solla stirða, Halla hrekkjusvín og fleiri stíga á svið. Skipið Þinganes verður til sýnis fyrir gesti og mun þyrla Landhelgisgæslunnar fjúga yfir svæðið. Margt annað skemmtilegt verður í boði, til dæmis sögusýning, tónleikar, Sjómannadagsgleði, hoppukastalar, vöfflusala, hopp í sjóinn og fleira. 

Á sjómannadaginn verður t.d. sjómannadagsmessa og - kaffihlaðborð í Versölum. 

Sundlaugin verður opin alla helgina. 

Frétt Sjómannadagurinn 2025

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?