Þjóðhátíðardagskrá

Fimleikadeild Þórs sér um hátíðarhöld á 17. júní í ár í Þorlákshöfn. Sitthvað er í boði . Fyrir hádegi verða t.d. fimleikar fyrir alla í íþróttahúsinu sem er ágætis upphitun fyrir skrúðgönguna sem leggur af stað frá grunnskólanum kl. 13 en þar fánaberar ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar fara fyrir broddi fylkingar. Gengið verður í Skrúðgarðinn þar sem hefðbundin dagskrá mun fara fram með ræðuhöldum, fjallkonu, ávarpi nýstúdents og meiri lúðrablæstri. Að auki skemmtir Wally trúður og þau Solla stirða, Siggi sæti og Halla hrekkjusvín kíkja í heimsókn. Blaðrarinn verður á svæðinu, sem og hoppukastalar. Þá verður boðið upp á andlitsmálun og teymt undir börnum á hestum.  Hátíðarkaffi verður í Ráðhúsinu frá kl. 15-17. Þar verða ljúffengar kræsingar boðnar til sölu. Verð fyrir fullorðna er 1500 kr. Fyrir 12-16 ára kostar 1000 kr. 6-11 ára borga 500 kr. og frítt er fyrir yngri. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Gleðilega hátíð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?