Veljum okkar jólatré

Félagar í Kiwanisklúbbnum Ölver verða með breytt fyrirkomulag á jólatrjáasölunni í ár. Engin almenn sala verður heldur ætla þeir ásamt Hirti og Hrönn (áður á Læk) að blása aftur til “Veljum okkar jólatré”. Í ár verður um tvo daga að velja þannig að sem flestir sjái sér fært að mæta. Um tvo daga er að ræða; sunnudagana 15. og 22.  desember. (ATH! Hugsanlega verður farið á laugadegi ef veðurspá er á þann veg. Það verður auglýst er nær dregur)

Fyrirkomulagið verður þannig að Kiwanismenn, ásamt Hrönn og Hirti, bjóða fjölskyldum að koma og velja sér tré úr skógræktinni þeirra en hún er staðsett við gatnamótin hjá Þrengslum til Hveragerðis og verður vel merkt. Mæting kl. 13:30 og áætlaður tími er 2-3 klst.
Boðið verður upp á að ferja fjölskyldur upp í skóræktina ef færðin er slæm.
Hver veit nema við hittum jólasveinana úr Geitafelli á leið sinni til byggða. Þeir verða eflaust tilbúnir að hjálpa fólki að velja fallegt tré. Þegar allir hafa valið sér fallegt tré verður boðið upp á kaffi, heitt kakó og bakkelsi.
Eitt fast verður á tré, óháð stærð, svo fremi sem hægt er að koma því fyrir á venjulegu heimili og öllu óhófi sleppt. Um bæði greni og furu er að velja.

Skráið ykkur á viðburðinn á fésbókarsíðu Ölvers.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?