Umsókn um garðslátt

Einungis verður boðið upp á garðslátt þrisvar yfir sumarið (júní, júlí og ágúst). Aðeins er slegið einu sinni á fjölbýlishúslóðum. Ekki verður boðið uppá áburðargjöf eða beðahreinsun.

Réttur til garðsláttar
Miðað er við að slegnir séu garðar fyrir þá sem ekki geta séð um það sjálfir. Garðsláttur á vegum sveitarfélagsins tekur við þar sem getu umsækjanda og annarra heimilismanna sleppir. Heimilt er að óska eftir læknisvottorði. Alla jafna er boðið upp á garðslátt þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru öryrkjar eða ellilífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til garðsláttar miðast við garða þeirra húsa þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu.

Fleiri upplýsingar er hægt að fá hjá Davíð Halldórssyni, umhverfisstjóra í síma 899 0011.
captcha