Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 134

Haldinn í ráðhúsi,
13.12.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1712014 - Markaðs- og menningarmál: Fjárhagsæátlun 2018
Fjárhagsáætlun rædd og markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fyrir liggur að upphæð í lista- og menningarsjóð muni hækka.
2. 1712016 - Menningarmál: Viðburðir
Jólatónleikar Sigríðar og Valdimars ræddir. Uppselt var á tónleikana.
Jólakósýstund rædd og markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna það mál.
Búið er að vera öflugt menningarlíf í sveitarfélaginu í desember og fjölmargir viðburðir verið á dagskrá. Markaðs- og menningarnefnd fagnar því.


3. 1712015 - Samstarfsverkefni: Bókabæirnir austanfjalls
Markaðs- og menningarnefnd hefur ákveðið að draga sig út úr samstarfi um Bókabæina Austanfjalls, þar sem hún telur að verkefnið hafi ekki skilað tilætluðum árangri.





Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:08 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?