Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 16

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103013 - Aðgerðaráætlun fyrir SOS vegna svæðisáætlunar
Stjórn SOS hefur verið að vinna að drögum að aðgerðaráætlun á Suðurlandskafla endurskoðunar á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturhorninu.
Málið hefur verið kynnt fyrir samráðsvettvanginum og tekið fyrir á stjórnarfundi SOS.Lagt er fyrir nefndina drög af aðgerðaráætlun, og umsögn umhverfisstjóra Ölfus við þeim.

Afgreiðsla: Umhverfisstjóri fór yfir aðgerðaráætlun og umsögn sína við þeim.
2. 2012013 - Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn
Verkefnastjóri verksins Sigurður Ás Grétarsson mætti á fund og fór yfir stöðu verksins.

Eins og ítrekað hefur komið fram er nú unnið að þróun hafnarinnar með það að leiðarljósi að farþegaferja 180 metra löng og allt að 30 metra breið með djúpristu innan við 8 metra geti hafið siglingar til Þorlákshafnar. Dýpið og þrengsli í innsiglingu takmarkar stærð skipa sem komast inn í Þorlákshöfn. Helstu breytingarnar sem þarf að gera eru að breikka innsiglingu, stækka snúningsrými, bæta aðkomu að bryggju, byggja ferjulægi, dýpka og breikka innsiglinguna og gera ráðstafanir til að tryggja nægjanlegt
dýpi í innsiglingunni yfir háveturinn.

Í máli Sigurðar koma fram að eftir vandaða rýnivinnu og yfirferð á gögnum sem liggja til grundvallar ákvörðunar leggi hann til tvo aðalvalkosti að breytingum á höfninni.

Í tillögu 1 er gert ráð fyrir að lengja Suðurvarargarð um 250 metra, stytta Austurgarð um 90 metra, stækka snúningsrými í 270 metra, byggja 200 metra langa fiskibryggju, endurbyggja Svartaskersbryggju, dýpka að henni og byggja þvergarð frá Austurgarði.

Í tillögu 2 er gert ráð fyrir að lengja Suðurvarargarð um 200 metra í óbreyttri stefnu, endurbyggja Suðurvararbryggju og snúa um allt að 60°, stytta Austurgarð um 40 metra, stækka snúningsrými í 270 metra, endurbyggja Svartaskersbryggju og dýpka að henni og
byggja allt að 150 metra langa fiskibryggju í norðurhöfn.


Nefndin þakkar kynninguna og felur Verkfræðistofunni Portum að móta tillögu 2 áfram til fullnaðarsamþykktar. Forsendur þeirrar ákvörðunar eru fyrst og fremst þær að þannig fæst umtalsvert aukið viðlegu- og athafnarými, auk þess sem dregur úr hreyfingu innan hafnar frá því sem nú er.
 
Gestir
Sigurður ÁS Grétarsson - 09:30
3. 2103012 - Ölfusbraut-Hönnun.
Fyrir nefndinni lágu upplýsingar um verðkönnun vegna landslagshönnunar við Ölfusbraut. 4 aðilar skiluðu inn upplýsingum um verð og fyrirkomulag. Umhverfisstjóri leggur til að samið verði við Landhönnun.


Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að ganga til viðræðna við Landhönnun vegna verksins og felur umhverfisstjóra að skrifa undir verksamning þar að lútandi.
4. 2002010 - Viðbygging leikskóla
Sviðstjóri kynnti fyrir nefnd endanlega niðurstöður úr þarfagreiningu sem unnin var af Jón Stefáni Einarssyni arkitekt. Frumtillaga sem legið hefur fyrir hefur nú verið kynnt fyrir starfsmönnum sem og foreldrafélagi barna í leiksskólanum. Fram kom á þeim fundum góðar athugasemdir/ábendingar sem tillit hefur verið tekið til.
Næstu skref er að fullhanna, útbúa útboðsgögn og bjóða verkið út.

Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að semja við hönnuð um fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna. Að því loknu, að bjóða verkið út í samræmi við innkaupareglur.
Mál til kynningar
5. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021
Sviðstjóri fór yfir stöðu á nokkrum verkefnum sem eru á áætlun 2021.
1. Móttöku og flokkunarstöð
2. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
3. Gatnahönnun Móinn
4. Gatnahönnun Vetrarbraut-Sunnubraut
5. Nesbraut/Laxabraut
6. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi
7. Malbiksframkvæmdir 2021

1. Móttöku og flokkunarstöð
Uppsteypu allra veggja er lokið. Undirbúningsvinna við steypu ramps og plani undir gáma er hafin, unnið við að koma fyrir ídráttarrörum í lóð.
2. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
Búið er að afhenda íbúðir, vinna innanhúss er að mestu lokin. Frágangur lóðar er komin í gang.
3. Gatnahönnun Móinn.
Búið að hæðarsetja götur, lóðir og.fl. Lagnahönnun komin af stað ásamt magntöku.
4. Gatnahönnun Vetrarbraut-Sunnubraut
Gatnahönnun komin í gang samið við Tækniþjónustu TSÁ að undangenginni verðkönnun.
5. Nesbraut/Laxabraut
Unnið er við magntöku og gerð útboðsgagna
6. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi
Unnið er við magntöku og gerð útboðsgagna
7. Malbiksframkvæmdir 2021
Samið var við Fagverk/Malbikunarstöðin að undangenginni verðkönnun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?