Hreinsum Ölfus

Núna er komið að hreinsunarátaki í Þorlákshöfn og nágrenni.
Við ætlum að hefja plokktímabilið formlega þessa helgi og koma saman og hreinsa til í kringum okkur.

Við setjum inn sama kort og í fyrra sem sýnir hvernig við skiptum Þorlákshöfn upp í svæði eftir númerum.

Þið veljið ykkur svæði og látið svo vita þegar þið hafið fyrir yfir það og hreinsað. Endilega setjið inn myndir hér inn á viðburðinn og á síðuna okkar Plokkarar í Ölfusi.
https://www.facebook.com/groups/199993797280269/

Sveitafélagið Ölfus verður í samstarfi með okkur og ætla þau að hirða upp það sem við týnum.

Við sköffum poka til að týna ruslið í og fáum við þá úr Endurvinnslu húsinu okkar þar sem svartir ruslapokar hafa safnast upp í allan vetur.

Við söfnum svo öllu saman á malarplanið við Íþróttahúsið okkar eins og í fyrra. Það verður svo fjarlægt á mánudeginum 29. apríl.

Við viljum hvetja alla til að taka þátt og hjálpast að við að gera bæinn okkar og nágrenni hreint of fínt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?