Sóli Hólm, Jói Pé og Króli og Hreimur og Árni

Föstudagurinn 10. ágúst á Hafnardögum hefst með hefðbundinni skrúðgöngu sem Lúðrasveit Þorlákshafnar leiðir um hverfin. Hún endar í skrúðgarðinum þar sem Sólmundur Hólm, snillingur, grípur boltann. Veitt verða ýmis verðlaun og Elliði Vignisson mun koma í fyrsta skipti opinberlega fram. 

Engin er hátíð án listamanna og verða það Jói Pé og Króli sem sjá um að trylla liðið áður en að Hreimur og Árni mæta á svæðið og leiða brekkusöng. Kvöldinu er svo lokað með flugeldasýningu og balli í Versölum, Ráðhúsinu, á vegum Körfuknattleiksdeildar Þórs.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og taka með sér útilegustóla og teppi til að sitja á.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?