10 afmæli Leikfélags Ölfuss 

Gunnsteinn og Magnþóra
Gunnsteinn og Magnþóra

Leikfélag Ölfuss á 10 ára starfsafmæli í ár og margt hefur á daga félagsins drifið á afmælisárinu

Leikfélag Ölfuss á 10 ára starfsafmæli í ár og margt hefur á daga félagsins drifið á afmælisárinu.  Fjölmörg stutt leikverk hafa verið skrifuð af félagsmönnum og voru sjö af þessum leikverkum sett á svið fyrir þing sunnlenskra kvenfélaga sem var haldið í Þorlákshöfn á haustmánuðum.  Þá voru einnig teknar upp útvarpsútgáfur af nokkrum leikverkanna sem spilaðar voru í útvarpi Hafnardaga í vor.  Áhugi félagsmanna er mikill og má með sanni segja að um áhugaleikfélag sé að ræða.  Á vegum félagsins fóru fyrr á árinu fjórir einstaklingar í skóla Bandalags íslenskra leikfélaga, þrír fóru í leikstjórn og einn í leiklist.  Síðla sumars var sett upp 10 ára sögusýning leikfélagsins undir stiganum í bæjarbókasafninu og í haust hófust svo sýningar á leikriti Aðalsteins Jóhanssonar, Einn rjúkandi kaffibolli, eftir langan og strangan undirbúning.  Sýningarnar sem verið hafa fjölmargar hafa farið fram fyrir fullu húsi nánast undantekningalaust í aðstöðu á Selvogsbraut 4 í Þorlákshöfn en síðasta sýningin fer fram síðustu helgina í nóvember. 

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss 1. október sl. var ákveðið að færa leikfélaginu gjöf í tilefni af 10 ára afmælinu.  Bæjarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson færði í dag, föstudaginn 27. nóvember, formanni leikfélagsins, Magnþóru Kristjánsdóttur gjöfina.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?