Fréttir

Sveitarfélagið undirritar samning við Lýsi hf.

Þann 26. október síðastliðinn skrifuðu Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. undir samning vegna tímabundins leyfis fyrir fiskþurrkunarverksmiðju í Þorlákshöfn.

Með þessum samningi samþykkti Lýsi hf. að taka ákvörðun fyrir lok mars 2017 hvort það eigi að flytja starfsemina á nýtt iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar eða loka verksmiðjunni án frekari uppbyggingar í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Lesa fréttina Sveitarfélagið undirritar samning við Lýsi hf.
Heimsókn umhverfisráðherra-2

Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra í Grunnskólann í Þorlákshöfn og undirritun samnings vegna uppgræðslu Þorláksskóga

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kom í heimsókn í Grunnskólann í Þorlákshöfn í morgun og kynnti sér flokkunarmál í skólanum ásamt sérstöku verkefni til að minnka matarsóun. Hún var einnig viðstödd þegar samningur um uppgræðslu Þorláksskóga í Ölfusi var undirritaður.
Lesa fréttina Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra í Grunnskólann í Þorlákshöfn og undirritun samnings vegna uppgræðslu Þorláksskóga
kvennafri

Konur í Ölfusi

Söfnumst saman á kvennafrídaginn á Ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 14:50

Lesa fréttina Konur í Ölfusi
OLF---Logo_standandi_rgb

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Ölfusi

Kjörfundur vegna alþingiskosninganna 29. október 2016  verður  í Versölum Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn.  
Lesa fréttina Kjörfundur í Sveitarfélaginu Ölfusi
Heimsokn-i-Olfus

Ölfus undirritar vinabæjarsamning við Changsha 

Mánudaginn 17. október síðastliðinn skrifuðu Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss og Shen Zhengjun, deildarstjóri erlendra samskipta Changsha borgar undir vinabæjarsamning Ölfuss og Changsha við hátíðlega athöfn á Fosshótel Reykjavík. 
Lesa fréttina Ölfus undirritar vinabæjarsamning við Changsha 
Utsvarslid_Olfus-2016

Tvöfaldur slagur Ölfuss og Hafnarfjarðar föstudaginn 21. október

Ölfus mætir Hafnarfirði í Útsvarinu á föstudaginn ásamt því að Þór Þorlákshöfn mæta Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Lesa fréttina Tvöfaldur slagur Ölfuss og Hafnarfjarðar föstudaginn 21. október
Landgraedsla-i-Thorlakshofn

Rætt um uppgræðslu hjá Þorláksskóga

Að undanförnu hefur verið rætt um uppgræðslu landsvæðis sem gengur undir nafninu Þorláksskógar og er í nágrenni Þorlákshafnar eins og nafnið bendir til. Í því sambandi hefur verið horft til samvinnu Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, sveitarfélagsins Ölfuss og Skógræktarfélags Íslands. 

Lesa fréttina Rætt um uppgræðslu hjá Þorláksskóga
Skjaldamerki

Kjörskrá vegna  alþingiskosninganna 29. október 2016

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Ölfus vegna alþingiskosninganna 29. október 2016 mun liggja frammi á bæjarskrifstofum frá og með 19. október 2016 til kjördags.

Lesa fréttina Kjörskrá vegna  alþingiskosninganna 29. október 2016
OLF---Logo_standandi_rgb

Styrkumsóknir í lista- og menningarsjóð Ölfuss

Markaðs- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Ölfuss. 

Lesa fréttina Styrkumsóknir í lista- og menningarsjóð Ölfuss
OLF---Logo_standandi_rgb

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við kosningar til Alþingis laugardaginn 29. október 2016

Lesa fréttina Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar