11. flokkur Þórs/Hamars komnir í úrslitakeppni A- riðils

11. flokkur Þórs/Hamars í körfubolta vann sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins um liðna helgi er 4. umferð fór fram í Njarðvík. Liðin í A riðli 11. flokks hafa verið mjög jöfn í vetur og voru þrjú lið jöfn þegar síðasti leikur Þórs/Hamars og Keflavíkur fór fram. Lið Þórs/Hamars vann mikilvægan 11 stiga sigur á Keflavík 69 - 58 og enduðu þeir í 3. sæti en fjögur efstu lið 4. umferðar komast í úrslitakeppnina sem verður haldin 23. - 25. apríl. Lokastaðan fyrir úrslitakeppnina: 1. KR 2. Breiðablik 3. Þór/Hamar 4. Njarðvík Við óskum strákunum okkar til hamingju og góðs gengis í úrslitakeppninni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?