Ábending frá Gámaþjónustunni

Okkur hefur borist vinsamleg ábending frá Gámaþjónustunni um að íbúar í Þorlákshöfn flokki sorpið sitt ekki nógu vel.
Fólk er að setja pappír og plast í sömu tunnuna sem á ekki að gera. 
Græna tunnan er fyrir plast og bláa er fyrir pappír.
Gráa tunnan er fyrir almennt sorp og litla ílátið er fyrir lífrænan úrgang.

Við hvetjum íbúa til að flokka betur

Sveitarfélagið Ölfus.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?