Aðventudagatal Ölfuss komið í prentun

Aðventudagatal Ölfuss 2011
Aðventudagatal Ölfuss 2011
Aðventudagatal Ölfuss er komið í prentun og ætti að berast inn á heimili í Ölfusi fyrir helgi

Líkt og síðustu ár hefur verið búið til aðventudagatal Ölfuss, þar sem saman eru teknir á einum stað helstu viðburðir í Ölfusinu yfir aðventuna og fram yfir áramót. Allir höfðu tækifæri til að koma viðburðum á framfæri og nú er aðventudagatalið í prentun. Prentað einta ætti að berast inn á öll heimili í Ölfusi fyrir helgi. Þeir sem ekki hafa náð inn í dagatalið með viðburði þurfa ekki að örvænta því það sem sent er á netföngin barbara@olfus.is eða hafdis@olfus.is er sett beint inn á viðburðadagatal vefsíðu Ölfuss og bætt við á aðventudagatalið sem aðgengilegt er á netinu.

Fyrsti dagurinn sem fram kemur á aðventudagatalinu er næsti sunnudagur, en þá er einmitt fyrsti sunnudagur í aðventu og heilmikið um að vera í Þorlákshöfn. Um morguinn verður litli sunnudagaskólinn á sínum stað og síðan er aðventustund í Þorlákskirkju klukkan 16:30. Að venju verður síðan tendrað á ljósum jólatrés við ráðhús Ölfuss klukkan 18, þar sem lúðrasveitin flytur jólalög og skólakórarnir leiða fjöldasöng. Jólasveinar kíkja í heimsókn og Ráðhúskaffi og Landsbankinn bjóða gestum upp á heitt súkkulaði og smákökur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?