Aðventudagatal Ölfuss með leiðréttingum

Desemberdagatal 2012
Desemberdagatal 2012

Í gær barst dagatal í hús í Ölfusi, þar sem taldir eru upp allflestir viðburðir sem boðið er upp á í Ölfusi á aðventunni.

Í gær barst dagatal í hús í Ölfusi, þar sem taldir eru upp allflestir viðburðir sem boðið er upp á í Ölfusi á aðventunni.

Þarna koma í ljós margir áhugaverðir viðburðir og eru íbúar hvattir til að geyma dagatalið á góðum stað, því erfitt er að muna allt sem framundan er. Á sunnudaginn hefst aðventan með hefðbundinni samverustund bæði í Þorlákskirkju og á ráðhústorgi, þar sem tendruð verða ljós á jólatrénu og sungnir jólasöngvar.

Þau leiðu mistök urðu að jólamessur í Strandarkirkju og Hjallakirkju voru merktar inn á rangan dag í dagatalinu, þær verða annan í jólum en ekki á jóladag eins og kemur fram í prentuðu dagatali.

Á vef Ölfuss er hægt að nálgast dagatalið með leiðréttingum. Einnig eru íbúar hvattir til að fylgjast með viðburðadagatalinu þar sem allar nánari upplýsingar um viðburðina munu birtast.

Með von um ánægjulega aðventu,

Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?