Aðventudagatalið - jól í Ölfusi

Bráðum koma blessuð jólin

Aðventudagatal Ölfuss er tilbúið og fullt af spennandi viðburðum fyrir alla aldurshópa! Þar má finna yfirlit yfir helstu viðburði, leiki og sýningar hjá félögum, skólum, stofnunum og þjónustuaðilum á aðventunni.

Ölfusið er óðum að klæðast jólabúningi, og er hreint út sagt magnað að sjá hversu kraftmiklir íbúar eru í jólaskreytingunum. Hver gata og hvert heimili bætir við sig jólatöfrum sem gera aðventuna enn bjartari og hlýlegri.

👉 Ertu með viðburð sem á heima í dagatalinu? Sendu okkur upplýsingar á jmh@olfus.is – við viljum ekki að neinn gleymist í jólagleðinni!

✨Njótið jólaundirbúningsins, skapið ljúfar minningar og eigið góða stundir í samveru með fjölskyldu og vinum.  ✨

Sjá aðventudagatalið 2025

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?