Aðventutónleikum með Siggu Beinteins og Guðrúnu Gunnars aflýst

Vegna lélegrar miðasölu hefur verið ákveðið að aflýsa aðventutónleikunum með Siggu Beinteins og Guðrúnu Gunnars sem áttu að vera sunnudagskvöldið 2. desember næstkomandi.
Þeir sem höfðu keypt miða munu fá endurgreitt frá Midi.is en það verður haft samband á næstu dögum varðandi endurgreiðsluna.

Íbúar Ölfuss hafa enn möguleika á að fara á aðventutónleika í heimabyggð. Það verða þrennir aðventutónleikar á Hendur í Höfn í nóvember og desember, áhugasamir geta séð nánari upplýsingar á Facebook síðu Hendur í Höfn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?