Ævintýri í bókahúsi

Ævintýrasýning í bókahúsi skoðuð
Ævintýrasýning í bókahúsi skoðuð
Af tilefni þess að Þorlákshöfn er orðinn einn af Bókabæjunum austan fjalls og þess að Safnahelgi á Suðurlandi var haldin í sjöunda skipti um síðastliðna helgi, bauð bókasafnið í Þorlákshöfn upp á ævintýrasýningu í litlu bókahúsi sem staðsett er í íþróttahúsinu.

Af tilefni þess að Þorlákshöfn er orðinn einn af Bókabæjunum austan fjalls og þess að Safnahelgi á Suðurlandi var haldin í sjöunda skipti um síðastliðna helgi, bauð bókasafnið í Þorlákshöfn upp á ævintýrasýningu í litlu bókahúsi sem staðsett er í íþróttahúsinu.  Elstu börnin úr Bergheimum fengu að skoða sýninguna fyrst allra og sungu í kjölfarið fyrir gesti og starfsmenn bókasafns og íþróttahúss.  Það var gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem þarna áttu leið um, hinir eldri könnuðust við margar bókakápur sem  prýddu húsið en hinir yngri lásu í gegnum titla og spurðu hver Tarzan, Lassý og Nancy hefðu verið.  Kannski þessi sýning verði til þess að endurvekja áhuga á gömlu bókunum, en við gerð hússins var notast við afskrifaðar bækur safnsins.

Til að skoða sýninguna þarf að nálgast vasaljós í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar og skríða inn í húsið. Gaman verður að vita hvort sýningagestir kannist við ævintýrin sem myndirnar vísa í.

Húsið verður áfram í íþróttahúsinu fram yfir Norrænu bókasafnavikuna sem stendur yfir frá 10. – 16. nóvember.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?