Ágætu íbúar Ölfuss

Ákveðið hefur verið að semja við Íslenska Gámafélagið að Hrísmýri á Selfossi um móttöku sorps frá dreifbýli Ölfuss. Fyrri auglýsing um móttöku sorps í Hveragerði fellur því úr gildi.

Íbúar geta valið um hvort þeir fari á Selfoss eða til Þorlákshafnar. Þessi þjónusta er ekki lengur í boði í Hveragerði.


Íslenska Gámafélagið
Hrísmýri Selfossi                                                           
Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 13:00 - 18:00
og laugardaga frá kl. 13:00 - 16:00.

Íbúar í dreifbýli Ölfuss fá 12 gámamiða afhenta svo hægt sé að losa sig við sorp án endurgjalds. Hægt er að nálgast miðana hjá Íslenska Gámafélaginu á Selfossi og á Bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn en þar er opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 12:30 til 17:30.

Davíð Halldórsson
Umhverfisstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?