Álagning fasteignagjalda 2023 í Sveitarfélaginu Ölfusi

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson
Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2023 er nú lokið

 

Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda. Á næstu dögum verður einnig hægt að nálgast greiðsluseðla í netbanka.

Álagningarseðlar eru ekki sendir einstaklingum í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.

 

Gjalddagar fasteignagjalda eru sem fyrr 10 á ári frá 1.febrúar – 1.nóvember

 

Bæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2023 verði eftirfarandi:

100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 5.180.000 kr.

75% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.180.001-5.800.000

50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.800.001-6.410.000

25% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.410.001-7.010.000

Enginn afsláttur er veittur einstaklingum með tekjur yfir 7.010.000.

 

100% afsláttur: Hjón með tekjur allt að 6.860.000 kr.

75% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 6.860.001-7.810.000

50% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 7.810.001-8.760.000

25% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 8.760.001-9.710.000

Enginn afsláttur er veittur hjónum með tekjur yfir 9.710.000.

 

Starfsfólk bæjarskrifstofu veitir allar nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag svo og álagningu gjaldanna sjálfra.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?