Álagning fasteignagjalda 2024

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir árið 2024 er nú lokið

 

Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda. 

Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.

 

Gjalddagar fasteignagjalda eru sem fyrr 10 á ári frá 1.febrúar – 1.nóvember

 

Bæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2024 verði eftirfarandi:

100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 5.516.700 kr.

75% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 5.516.701-6.177.000 kr.

50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.177.001-6.826.650 kr.

25% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 6.826.651-7.465.650 kr.

Enginn afsláttur er veittur einstaklingum með tekjur yfir 7.465.650 kr.

 

100% afsláttur: Hjón með tekjur allt að 7.305.900 kr.

75% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 7.305.901-8.317.650 kr.

50% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 8.317.651-9.329.400 kr.

25% afsláttur: Hjón með tekjur á bilinu 9.329.401-10.341.150 kr.

Enginn afsláttur er veittur hjónum með tekjur yfir 10.341.150 kr.

 

Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota og skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli– eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt.

 

Starfsfólk bæjarskrifstofu veitir allar nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag svo og álagningu gjaldanna sjálfra.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?