Almenningssamgöngur milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur

straeto
straeto
Daglegar ferðir milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur

Bæjarstjórn Ölfuss fagnar ákvörðun um bættar almenningssamgöngur milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur á hausti komanda.

Stjórn SASS hefur ákveðið að taka upp daglegar ferðir á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur kvölds og morgna alla virka daga þegar vetraráætlun tekur gildi næsta haust.  


Á fundi bæjarstjórnar 3. maí sl. fagnaði bæjarstjórn þeirri ákvörðun stjórnar SASS.  Það er von bæjarstjórnar að íbúar Þorlákshafnar og aðrir nýti þessa þjónustu til að tryggja framtíðarlausn í almenningssamgöngum við höfuðborgarsvæðið.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?