Ályktun bæjarráðs Ölfuss varðandi frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Höfnin
Höfnin

Bæjarráð Ölfuss lýsir yfir þungum áhyggjum yfir því óvissuástandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn eru að skapa með ótímabærri framlögn frumvarpa er lúta að efnismiklum grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi sjávarútvegsmála þjóðarinnar.

 

Ályktun bæjarráðs Ölfuss frá 10. júní sl. varðandi frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

 

„Bæjarráð Ölfuss lýsir yfir þungum áhyggjum yfir því óvissuástandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn eru að skapa með ótímabærri framlögn frumvarpa er lúta að efnismiklum grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi sjávarútvegsmála þjóðarinnar. Frumvörpin eru ekki í samræmi við tillögur sáttanefndar um sjávarútvegsmál sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka og fulltrúum frá hagmunasamtökum.

Jafn víðtækar breytingar á stjórn fiskveiða og felast í fyrirliggjandi frumvörpum krefjast þess að með skýrum hætti sé gerð grein fyrir hagrænum og samfélagslegum áhrifum þeirra. Slík greining liggur ekki fyrir og hefur þ.a.l. þær afleiðingar að óöryggi skapast meðal fyrirtækja í sjávarútvegi og meðal þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem afkomu sína hafa beint og óbeint af sjávarútvegi.

Sjávarútvegur er ein öflugasta tekjulind þjóðarinnar og mikilvægt er að um hana ríki sem víðtækust sátt á hverjum tíma.

Bæjarráð Ölfuss hvetur stjórnvöld eindregið til að vinna fyrirhugaðar breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sátt við hagsmunaaðila“

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?