Anna Lísa Rasmussen í Galleríinu undir stiganum

Anna Lísa opnar sýningi í Galleríinu undir stiganum fimmtudaginn 1. desember kl. 17 og verður sýningin opin á meðan dagskrá er í húsinu.

Anna Lísa hefur alla tíð verið afar skapandi og handlagin og óhrædd við að fara út fyrir rammann, hún breytir hlutum, gerir upp húsgögn og spreyjar næstum allt sem á vegi hennar verður (að eigin sögn). Anna Lísa var stofnandi síðunnar Handverk fyrir heimilið sem var um árabil ein vinsælasta vefsíða landsins og mikill innblástur fyrir aðrar vinsælar síður á borð við Skreytum hús.

Anna Lísa byrjaði að mála í Covid-19 faraldrinum og sótti m.a. námskeið hjá rússneskri listakonu í gegnum netið. Hún notar blek og blandaða tækni við myndverkin en þau er einnig hægt að kaupa á vefsíðu hennar https://honnun.art/

Sýningin er sölusýning en þann 1. desember verður boðið upp á verk á 20% afslætti.

Gallerí undir stiganum er almennt opið á opnunartíma bókasafnsins en sýning Önnu Lísu stendur út desember.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?