Árétting vegna umsókna og úthlutunar lóða í Þorlákshöfn

Til að skýra reglur um umsóknir um lóðir vill sveitarfélagið árétta eftirfarandi:

Í reglum segir að „heimilt sé að sækja um eina lóð og aðra til vara“. Þetta á við um hverja umsókn, en ekki um heildarfjölda umsókna frá sama aðila.
Því er heimilt fyrir hvern aðila að senda inn fleiri en eina umsókn, enda uppfylli hver umsókn skilyrðið um eina aðallóð og eina varalóð.

Hins vegar er einnig mikilvægt að taka fram að:

  • Hver aðili getur aðeins fengið úthlutað einni lóð.
  • Ef umsækjandi hlýtur úthlutun á tiltekinni lóð fellur hann sjálfkrafa út úr útdrætti á öðrum lóðum sem hann hefur sótt um.
  • Þetta tryggir að úthlutun verði sanngjörn og að sem flestir umsækjendur geti fengið tækifæri á lóð.

Sveitarfélagið hvetur umsækjendur til að kynna sér reglurnar vel og velja umsóknir sínar í samræmi við þetta.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?