Atvinnuátaksverkefni Ölfusi 2011

tjaldstaedi-1
tjaldstaedi-1
Leitað er að starfsmönnum í 5 störf við hreinsun og fegrun, upplýsingamiðlun, skönnun og skráningu og við íþróttavelli og tjaldstæði.

 

Atvinnuátaksverkefni Ölfusi 2011

 

Hreinsun og fegrun

Starfið fellst í hreinsun og fegrun við höfnina, innan bæjar og á ströndinni. Hreinsunarverkefnin eru t.d. ruslahreinsun, sópun stétta, hreinsun beða og þ.h. Fegrunarverkefnin eru t.d. málun götukanta og merkja, bryggjupolla, grindverka og leiktækja, auk tilfallandi verkefna.

 

Framundan er átak í hreinsun og snyrtingu af tilefni 60 ára afmælis Þorlákshafnar. Markmið er að gera Þorlákshöfn enn meira aðlaðandi til útivistar fyrir heimamenn sem og ferðamenn.

 

Starfið hentar atvinnuleitendum, framhalds- eða háskólanemum sem geta unnið sjálfstætt, æskilegt að viðkomandi hafi réttindi á dráttarvél.

 

Fullt starf fyrir 3, starfstími tveir mánuðir. Umsóknarfrestur til og með 2. maí 2011.

 

Umsjónarmaður:

Gunnþór K. Guðfinnsson, netf.: gkg@olfus.is

 

Upplýsingamiðlun, skönnun og skráning

Starfið fellst í skönnun ljósmynda og greina, myndvinnslu, heimildaöflun og skráningu upplýsinga í upplýsingakerfi Byggða- og bæjarbókasafns Ölfuss. Einnig fellst í starfinu skráning upplýsinga í gagnagrunn Þjónustumiðstöðvar Ölfuss.

 

Starfið myndi henta tölvuvönum nemendum á háskólastigi.

 

Fullt starf fyrir 1, starfstími tveir mánuðir. Umsóknarfrestur til og með 2. maí 2011.

 

Umsjónarmaður: Barbara Guðnadóttir,  netf.: barbara@olfus.is

og Gunnþór K. Guðfinnsson gkg@olfus.is

 

 

Vinna við íþróttavelli og tjaldstæði

Starfið fellst í hirðingu tjaldstæðisins og þjónustu við þá ferðamenn sem þar koma, einnig  vinna við fegrun, útplöntun í manir og umhirðu íþrótta- og knattspyrnuvalla Sveitarfélagsins, auk tilfallandi verkefna.

 

Gríðaleg aukning hefur verið á komur ferðamanna á tjaldstæðið og tengsl við íþróttamannvirki eru mikil.

 

Starfið hentar framhaldsskólanemum eða háskólanemum með íþróttir og náttúrufræði sem áhugasvið.

 

Fullt starf fyrir 1. starfstími tveir mánuðir. Umsóknarfrestur til og með 2. maí 2011.

 

Umsjónarmaður: Ragnar Sigurðsson, netf.: ragnar@olfus.is 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?