Atvinnulífið í Þorlákshöfn

Davíð Þór Guðlaugsson setur upp sýningu í Gallerí undir stiganum
Davíð Þór Guðlaugsson setur upp sýningu í Gallerí undir stiganum

Davíð Þór Guðlaugsson opnar ljósmyndasýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss í kvöld klukkan 18:00.

Davíð Þór Guðlaugsson opnar ljósmyndasýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss í kvöld klukkan 18:00. Davíð Þór lærði umbrot og ljósmyndun í Iðnskólanum og hefur síðan starfað við umbrot hjá DV eða frá árinu 2008. Einnig hefur Davíð Þór tekið að sér umbortsvinnu hjá Sunnlenska fréttablaðinu sem er með útgáfu á Selfossi.

Myndirnar á sýningunni eru teknar á síðustu mánuðum af fólki við vinnu sína eða á vinnustað sínum í Þorlákshöfn.  Sýningin er unnin með styrk frá Lista- og menningarsjóði Ölfuss og eignast Byggðasafn Ölfuss myndirnar að sýningu lokinni. Myndirnar eru sérlega skemmtilegar og góð samtímaheimild um atvínnulífið í Þorlákshöfn.

Formleg opnun sýningar er eins og fyrr segir klukkan 18 og er boðið upp á kaffi og konfekt af tilefni opnunar.

Meðfylgjandi mynd er tekin af Davíð Þór þar sem hann er að setja upp sýninguna.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?