Atvinnulóðir á hafnarsvæði lausar til umsóknar

Á fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar sem haldinn var 29. okt. 2018 var lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýrra lóða á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn í Ölfusi.  Þar sem umtalsvert margar fyrirspurnir hafa borist sveitarfélaginu um lóðir á þessu svæði sem og öðrum atvinnusvæðum hefur verið tekin ákvörðun um auglýsa  lóðirnar lausar til umsóknar með fyrirvara um breytingar í skipulagsferlinu.  Ákvörðunin byggir á reglum um úthlutun lóða í sveitarfélaginu Ölfusi.

Hægt er að nálgast uppfærðu aðal- og deiliskipulagstillöguna með því að smella hér á hlekkina fyrir neðan:
Uppfærð aðalskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn í Ölfusi.
Uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið í Þorlákshöfn í Ölfusi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?