Auglýsing á skipulagstillögum

 

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. febrúar sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Aðalskipulagslýsing - Grímslækjarheiði

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild fyrir 19 íbúðum á svæðinu en breytingin gengur út á að þeim sé fjölgað í 25. Samhliða er lagt fram deiliskipulag fyrir Hraunkvíar sem er innan aðalskipulagsreits ÍB17.

Aðalskipulagslýsing Ytri Grímslækur

 

Breyting á aðalskipulagi – landfylling á hafnarsvæði

Tillagan felur í sér heimild til að gerð verði landfylling við Suðurvararbryggju, tæplega 1 ha að stærð.

Aðalsskipulagstillaga – Landfylling á hafnarsvæði

 

Óveruleg breyting á aðalskipulagi – smækkun samfélagsþjónustusvæðis Vesturbyggð

Á sínum tíma stóð til að byggja nýjan grunnskóla í Vesturbyggð við hlið leikskólans sem verður þar staðsettur. Horfið var frá þeim fyrirætlunum og ákveðið að stækka heldur Grunnskóla Þorlákshafnar þegar fram vindur. Þessi aðalskipulagsbreyting felur í sér að svæðið sem hugsað var undir nýjan grunnskóla verði aftur skilgreint sem íbúðasvæði.

Óveruleg breyting á aðalskipulagi - breyting á reit S5.pdf

 

Deiliskipulag Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, land 4

Til stendur að skilgreina nýja lóð út úr landi Kirkjuferjuhjáleigu I; Kirkjuferjuhjáleiga I land 4. Markmið skipulagsgerðar er að nýta landið undir rúmgóðar íbúðarlóðir

sem gefa möguleika á frístundabúskap. Einnig að nýta landskika við Ölfusá sem frístundahúsalóð.

Ölfus - Kirkjuferjuhjáleiga - tillaga að deiliskipulagi.pdf

 

Deiliskipulag Thor Landeldi – Fiskeldi við Keflavík

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Thor landeldi á Laxabraut 35-41. Lóðirnar eru alls um 20 ha og er þar ráðgert að framleiða 20.000 tonn árlega af lax, bleikju eða regnbogasilung.

Thor landeldi – Tillaga að deiliskipulagi

 

Deiliskipulag Þorkelsgerði 2C

Gert er ráð fyrir því að skipta lóðinni í þrjár stakar frístundahúss lóðir og eina lóð fyrir íbúðarhús. Gert er ráð fyrir að núverandi mannvirki hlaða og fjárhús verði hluti af íbúðahúsalóð.

Þorkelsgerði 2C – Tillaga að deiliskipulagi

 

Deiliskipulag Spóavegur 12

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu bændagistingar í fjórum smáhýsum ásamt Tækni- og þjónustuhúsi.

Spóavegur 12 – Tillaga að deiliskipulagi

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 25.apríl 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 25. apríl 2024.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?