Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögu

Eftirtalin skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 2. nóvember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hún hafði áður verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulag íbúðar- og frístundalóða ofan vegar í Riftúni

Skilgreint er frístundasvæði með 9 frístundalóðum á reit sem er í landinu Riftún og er í aðalskipulagi skilgreindur sem reitur F7. Einnig er skilgreindar lóðir og byggingarreitir fyrir 3 ný íbúðarhús í samræmi við heimildir aðalskipulags um uppbygginga á landbúnaðarlandi. Þar sem tvö íbúðar hús eru fyrir á svæðinu verða þar 5 íbúðarhús auk þeirra 9 frístundalóða sem skipulagið heimilar.

Deiliskipulag Riftún ofan vegar

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 31. október til 1. nóvember 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 1. nóvember 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?