Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

 

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 2. nóvember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulagstilaga í landi Eimu i Selvogi

Tillagan markar lóðir fyrir tvö íbúðarhús og þrjú frístundahús í samræmi við heimildir aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði. Skipulagshöfundurinn hefur leitast við að húsin verði "stakstæð" sem er í samræmi við byggðarmynstrið í Selvogi.

Eima í Selvogi - Deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Hafnarsandur 2 - spennistöð

Skipulagið fjallar um fyrir spennistöðvarlóðina Hafnarsandur 2 sem er rétt vestan við Þorlákshöfn. Á lóðinni stendur spennistöð í dag og er skilgreindur byggingarreitur og settir skilmálar fyrir viðbyggingu vegna aukinna flutning á raforku sem fyrirhuguð er til fiskeldistöðva First Water og Geo Salmo. Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengja frá spennistöðinni að stöðvunum er í auglýsingaferli um þessar mundir.

Hafnarsandur 2 deiliskipulagstillaga

 

 

Breyting 18 á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur breytingarinnar er að taka af öll tvímæli um heimildir Carbfix til að dæla koltvísýringi og brennisteinsvetni í jörðu. Þessi niðurdæling breytir efnunum í stein en þetta er ferli sem er nú þegar í gangi í berginu en segja má að niðurdælingin flýti því. Myndast bergtegundin silfurberg við þess aðgerð. Eingöngu er um staðbundið koldíoxíð að ræða.

Deiliskipulagsbreyting Hellisheiðarvirkjun

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 24. október til 1. nóvember 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 1. nóvember 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?