Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Mynd af vef Orkuveitu Reykjavíkur
Mynd af vef Orkuveitu Reykjavíkur

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 30. júní 2022, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi

Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota. Hún hefur hefur verið auglýst áður en fjarlægð íbúðarhúsa frá fyrrverandi Suðurlandsvegi náði ekki tilskyldum 100 metrum. Þetta hefur nú verð lagfært.

Deiliskipulagstillaga Akurholt II

 

Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

Með tillögunni er heildarfjöldi lóða í jarðhitagarði minnkaður, þær voru 46 en verða 14 við breytinguna.

Borteigur vestan tengivirkis og austan lóða við Bolavelli stækkar úr 2,8 ha í 4,3 ha þar sem lóðir næst borteignum falla út úr deiliskipulagi. Eftir stækkun borteigsins er afmörkun hans sú sama og hún var, áður en borteigurinn var minnkaður í breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra lóða í Jarðhitagarðinum, sem nú falla út úr deiliskipulaginu.

Breytingartillaga á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. og 29. júní 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 29. júní 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?