Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 27. apríl 2023, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þóroddsstaði 2 - lóð d.

Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvo hluta, markaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og bílskúr á annarri en 9 ferðaþjónustuhús á hinni. Heimilt verður að byggja allt að 1450 fermetra af byggingum á báðum lóðunum. Þetta er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036.

Þóroddsstaðir 2 lóð D - deiliskipulagstillaga

 

Breyting á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og 14

Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Gljúfurárholt 13 og Gljúfurárholt 14 sem nú heita Gljúfurholt og Bjarg. Uppbyggingarheimildir eru auknar í samræmi við það sem aðalskipulag Ölfuss heimilar.

Gljúfurárholt land 13 og 14 - deiliskipulagsbreyting

 

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Spóavegur 12a

Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi íbúðarhús, gestahús og bílskúr á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags Ölfuss 2020-2036.

Spóavegur 12a - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 24. til 26. apríl 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 26. apríl 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?