Auglýsing um forkynningu á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. febrúar nk., í samræmi við 30. gr. og 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Aðalskipulagslýsing - Grímslækjarheiði

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild fyrir 19 íbúðum á svæðinu en breytingin gengur út á að þeim sé fjölgað í 25. Samhliða er lagt fram deiliskipulag fyrir Hraunkvíar sem er innan aðalskipulagsreits ÍB17.

 

Breyting á aðalskipulagi – landfylling á hafnarsvæði

Tillagan felur í sér heimild til að gerð verði landfylling við Suðurvararbryggju, tæplega 1 ha að stærð.

 

Óveruleg breyting á aðalskipulagi – smækkun samfélagsþjónustusvæðis Vesturbyggð

Á sínum tíma stóð til að byggja nýjan grunnskóla í Vesturbyggð við hlið leikskólans sem verður þar staðsettur. Horfið var frá þeim fyrirætlunum og ákveðið að stækka heldur Grunnskóla Þorlákshafnar þegar fram vindur. Þessi aðalskipulagsbreyting felur í sér að svæðið sem hugsað var undir nýjan grunnskóla verði aftur skilgreint sem íbúðasvæði.

 

Deiliskipulag Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, land 4

Til stendur að skilgreina nýja lóð út úr landi Kirkjuferjuhjáleigu I; Kirkjuferjuhjáleiga I land 4. Markmið skipulagsgerðar er að nýta landið undir rúmgóðar íbúðarlóðir sem gefa möguleika á frístundabúskap. Einnig að nýta landskika við Ölfusá sem frístundahúsalóð.

 

Deiliskipulag Thor Landeldi – Fiskeldi við Keflavík

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Thor landeldi á Laxabraut 35-41. Lóðirnar eru alls um 20 ha og er þar ráðgert að framleiða 20.000 tonn árlega af lax, bleikju eða regnbogasilung.

 

Deiliskipulag Þorkelsgerði 2C

Gert er ráð fyrir því að skipta lóðinni í þrjár stakar frístundahúss lóðir og eina lóð fyrir íbúðarhús. Gert er ráð fyrir að núverandi mannvirki hlaða og fjárhús verði hluti af íbúðahúsalóð.

 

Deiliskipulag Spóavegur 12

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu bændagistingar í fjórum smáhýsum ásamt Tækni- og þjónustuhúsi.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?