Auglýsing um forkynningu hafnarskipulags

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis verður til kynningar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss á Hafnarbergi 1 frá 14. til 15. desember 2020 áður en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar nr. 286 þann 15. desember. 

Auglýst er breytingu á deiliskipulagi hafnarinnar vegna fyrirhugaðs snúnings og lengingar Suðurvararbryggju. Að auki er endi Austurgarðs styttur um 40 metra og færður lítillega, til að stærri skip geti snúið innan hafnarinnar. Skv. spálíkönum mun þessi breyting bæta öldulag innan hafnarinnar.

Skipulagstillöguna má sjá hér

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?