Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn sveitarfélagsins Ölfuss þann 2. maí sl. með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu íbúakosningar. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss, einnig með fyrirvara um niðurstöðu íbúakosningar.

 

Mölunarverksmiðja og höfn – Aðalskipulagsbreyting (mál 1061/2023 í skipulagsgátt)

Tillagan lýtur að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 fyrir iðnaðar og hafnarsvæði austan byggðar í Þorlákshöfn. Hámark byggingarmagns á reit I3 er aukið úr 540.000 m2 í 1.040.000 m2. Þá er nýju hafnarsvæði bætt við sem nefnist H4.

 

Gögn:

https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1061

 

Mölunarverksmiðja og höfn - nýtt deiliskipulag (mál 875/2023 í skipulagsgátt)

Tillagan lýtur að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, fyrir mölunarverksmiðju og höfn á Laxabraut 43A og 43B. Mölunarverksmiðja samanstendur af fjölbreyttum byggingum með mismunandi hlutverk. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu með krana, mannvirkjum, athafnasvæðum, færiböndum og öðrum innviðum fyrir rekstur og þjónustu hafnarinnar.

 

Gögn:

https://skipulagsgatt.is/issues/2023/875

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 27. júní 2024. Þá er einnig hægt að nálgast öll gögn um málin og fylgjast með framvindu þeirra á skipulagsgatt.is

 

Hægt er að senda ábendingar og athugasemdir í gegnum skipulagsgátt þess máls sem um ræðir. Þá er einnig hægt að senda ábendingar eða athugasemdir í tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 27. júní 2024.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?