Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru til umsagnar í skipulagsgátt og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar þar.

 

Þóroddsstaðir 2 – Lóð G – Nýtt deiliskipulag

Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Þóroddstaði 2 – lóð G. Á lóðinni verður heimilt að reisa íbúðarhús og bílskúr auk gestahúss.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí 2025.

_________________________________

 

Bær í Ölfusi – færsla byggingarreits - Deiliskipulagbreyting

Lögð er fram breyting á skipulagi landsins Bær í Ölfusi. Byggingarreitur er stækkaður lítillega en auk þess eru skilmálar uppfærðir til hliðsjónar við aðalskipulag frá 2022.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí 2025.

_________________________________

 

Þorlákshafnarlína 2 – Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar fyrir fyrirhugaðan jarðstreng til Þorlákshafnar sem ber nafnið Þorlákshafnarlína 2. Um er að ræða 132 kv jarðstreng sem kemur til með að liggja meðfram Þorlákshafnarvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar.

 

Skipulagslýsing var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí 2025.

_________________________________

 

Hafnarsvæði H3 – stækkun skipulagssvæðis – Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Lögð er fram lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir hafnarsvæði H3. Breytingin sem um ræðir felur í sér stækkun hafnarsvæðisins og aukningu lóða umhverfis Suðurvararbryggju.

 

Skipulagslýsing var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. maí 2025.

_________________________________


Skipulagstillögurnar eru til umsagnar á Skipulagsgáttinni á www.skipulagsgatt.is til og með 3. júlí 2025. Til að finna ákveðið mál skal smella á „Leita að máli“ og slá inn nafn málsins í leitarreitinn.

Á Skipulagsgáttinni er hægt að:

  • Skoða allar upplýsingar og gögn sem tengjast málinu
  • Leggja fram athugasemdir
  • Lesa þær athugasemdir sem aðrir hafa sent inn

Ef hakað er við „Vakta mál“ á tilteknu máli, fær viðkomandi tilkynningu í tölvupósti í hvert skipti sem breyting verður á málinu.

 

Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar eða gögn á Bæjarskrifstofu Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, með því að senda fyrirspurn á skipulag@olfus.is eða hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 480 3800.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?