Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 28. apríl eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 40. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deiliskipulagstillaga um íbúðarlóðir við Ingólfshvol

Tillagan markar og setur skilmála fyrir 4 íbúðarhúsalóðir og frístundahús, ásamt skemmu og aðstöðu fyrir hesta og hestamenn. Í gildi er eldra deiliskipulag fyrir svæðið sem fellur úr gildi við endanlega gildistöku tillögunnar.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 4. maí - 9. júní 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða með pósti á heimilisfangið: Skipulagsfulltrúi Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Ölfus, fyrir lok dags 9. júní 2022.

Deiliskipulagstillaga Ingólfshvoll

 

Skipulagslýsing fyrir Ölfusvirkjun

Reykjavik Geothermal hefur látið vinna skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag vegna Ölfusvirkjunar. Ölfusvirkjun er allt að 10 MW jarðhitavirkjun austan við Fjallið eina, suðvestan við við Bolöldu.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 4. – 18. maí 2022. Hægt er að senda ábendingar á netfangið skipulag@olfus.is eða með pósti á heimilisfangið: Skipulagsfulltrúi Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Ölfus, fyrir lok dags 18. maí 2022.

Skipulagslýsing Ölfusvirkjun

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?