Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru til umsagnar í skipulagsgátt og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar þar.

 

Gljúfurárholt 23. og 24. – Breyting á deiliskipulagi

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt upp. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní 2025.

_________________________________

 

Akurgerði ferðaþjónustuhús – Breyting á deiliskipulagi

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Akurgerði, L171635, í Ölfusi. Skipulagssvæðið er um 18 ha að stærð innan jarðarinnar Akurgerði og er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag sem heimilar atvinnurekstur ótengdan landbúnaði að vissu marki, og gerir ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum og smáhýsum á tilgreindum byggingarreitum, ásamt skilgreiningu aðkomu, lóðarmarka og fráveitulausna.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní 2025.

_________________________________

 

Miðsvæði M2 við Óseyrarbraut – Breyting á aðalskipulagi

Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna miðsvæðis M2 við Óseyrarbraut. Í breytingunni felst að hámarks byggingarmagni er breytt í 155.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní 2025.

_________________________________


Skipulagstillögurnar eru til umsagnar á Skipulagsgáttinni á www.skipulagsgatt.is til og með 7. ágúst 2025. Til að finna ákveðið mál skal smella á „Leita að máli“ og slá inn nafn málsins í leitarreitinn.

Á Skipulagsgáttinni er hægt að:

  • Skoða allar upplýsingar og gögn sem tengjast málinu
  • Leggja fram athugasemdir
  • Lesa þær athugasemdir sem aðrir hafa sent inn

Ef hakað er við „Vakta mál“ á tilteknu máli, fær viðkomandi tilkynningu í tölvupósti í hvert skipti sem breyting verður á málinu.

 

Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar eða gögn á Bæjarskrifstofu Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, með því að senda fyrirspurn á skipulag@olfus.is eða hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 480 3800.

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?